Náði að rétta flugvélina af 800 fetum yfir Kyrrahafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. febrúar 2023 10:54 Litlu munaði að flugvél United hrapaði í Kyrrahaf í desembermánuði. EPA-EFE/CAROLINE BREHMAN Flugvél United sem var á leið frá Maui á Havaii til San Fransisco hrapaði skyndilega yfir Kyrrahafi áður en flugmaðurinn náði að rétta hana af um 800 fet fyrir ofan hafið. Þetta gerðist stuttu eftir flugtak í desembermánuði og mátti litlu muna að flugvélin færist. Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma. Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira
Frá þessu er greint í flugfréttaritinu The Air Current. Þar kemur fram að flugvélin, sem er af gerð Boeing 777-200, hafi verið komin upp í rúmlega 2.200 feta hæð áður en hún hrapaði skyndilega, á um 8.600 feta hraða á mínútu. Eftir að hafa hrapað niður fyrir 775 feta hæð tókst flugmönnunum að rétta vélina af og hélt ferðalagið til San Fransisco áfram án frekari vandræða. Reynslumiklir flugmenn Samkvæmt fréttinni var mikil rigning daginn sem atvikið varð en atvikið sjálft varði bara í 45 sekúndur. Ekkert var minnst á þetta atvik í samtölum flugstjóranna við flugturn, sem Air Current hefur undir höndum. Í yfirlýsingu frá United segir að flugfélagið hafi starfað náið með flugumferðareftirliti Bandaríkjanna og Alþjóðasambandi flugmanna við rannsókn á atvikinu. Sömuleiðis hafi flugmenn félagsins verið sendir á endurmenntunarnámskeið. Flugmennirnir tveir um borð í vélinni hafa samtals flogið 25 þúsund klukkustundir og að sögn talsmanns United voru þeir samstarfsfúsir við rannsókn málsins. Óhappavetur í bandarískum flugiðnaði Fram kemur í frétt Guardian að desembermánuður hafi verið sértaklega erfiður fyrir flugiðnaðinn í Bandaríkjunum. Mikil óveður hafi verið í landinu og hafi til að mynda orðið óhapp þegar flugél flugfélagsins Hawaiian Airlins var að lenda í Honolulu í desember. Mikil ókyrrð var í loftinu og minnst 36 meiddust, tuttugu voru flutt á sjúkrahús og ellefu voru alvarlega slösuð. Sá stormur átti eftir að setja allt á hliðina á meginlandinu og þurftu Southwest Airlines að aflýsa þúsundum flugferða yfir jólahelgina. Þá hefur janúar verið lítið skárri. Tvær flugvélar á JFK flugvellinum í New York skullu nærri saman þegar flugvél frá American Airlines keyrði þvert yfir flugbraut sem flugvél frá Delta var að undirbúa flugtak af. Flugmennirnir frá American Airlines hafa neitað að mæta til yfirheyrslu hjá rannsakendum og nú verið dómskvaddir til yfirheyrslu. Þá munaði litlu síðastliðinn sunnudag á Austin-Bergstrom alþjóðaflugvellinum þegar flugturninn gaf tveimur flugvélum leyfi til að annars vegar lenda og hins vegar taka á loft á sömu flugbrautinni á sama tíma.
Fréttir af flugi Bandaríkin Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Þórður Snær mun ekki taka þingsæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent „Ég hafna þessari gagnrýni algjörlega“ Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Erlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Fleiri fréttir Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Sjá meira