Pavel bað um stöðugleika og þá gerðist það hafði aldrei gerst á tímabilinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2023 16:01 Pavel Ermolinskij tók við Tindastólsliðinu í janúar. Vísir/Bára Tindastóll komst aftur á sigurbraut i Subway deild karla í körfubolta í gærkvöldi þegar liðið vann sannfærandi 21 stigs sigur á Hetti, 109-88. Þetta var það mesta sem Stólarnir höfðu skorað í einum leik síðan í nóvember og jafnframt þriðji stærsti sigur liðsins á leiktíðinni. Eftir tapið á móti Stjörnunni í leiknum á undan þrátt fyrir að vera fimmtán stigum yfir í hálfleik þá var þjálfarinn Pavel Ermolinskij myrkur í máli. „Það skiptir engu máli hver er að þjálfa, skiptir engu máli hver er að spila, hæðirnar og lægðirnar hjá þessu liði eru bara of miklar. Það er vandamál númer eitt. Það er verkefni mitt númer eitt. Ég er mjög lítið að pæla í þessum kerfum eða einhverju slíku, það er þetta sem er vandamálið. Hvernig við leysum það er svo bara eins og hvað annað. Það er bara vinna og það góða úr þessu er að núna er þetta bara svart á hvítu,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir tapið í Garðabænum. Í sigrinum á móti Hetti gerðist líka eitthvað sem hafði ekki gerst áður í vetur. Tindastólsliðið vann alla fjóra leikhlutana sem ætti að vera gott dæmi um það að liðið sé að sýna stöðugleika. Stólarnir höfðu ekki náð að vinna alla leikhlutana í sama leik í vetur. Margoft höfðu þeir komist vel yfir í leikjum en misst það forskot niður. Að þessu sinni stigu Stólarnir á bensíngjöfina allan leikinn. Tindastóll vann fyrsta leikhlutann með þremur stigum (28-25), annan leikhlutann með átta stigum (28-20), þriðja leikhlutann með sex stigum (26-20) og loks fjórða leikhlutann með fjórum stigum (27-23). Stólarnir höfðu mest náð því að vinna þrjá leikhluta í einum og sama leiknum en það hafði gerst nokkrum sinnum. Nú voru þeir betri í öllum fjórum leikhlutanum sem bendir til þess að Pavel sé kominn nær markmiðum sínum. Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Þetta var það mesta sem Stólarnir höfðu skorað í einum leik síðan í nóvember og jafnframt þriðji stærsti sigur liðsins á leiktíðinni. Eftir tapið á móti Stjörnunni í leiknum á undan þrátt fyrir að vera fimmtán stigum yfir í hálfleik þá var þjálfarinn Pavel Ermolinskij myrkur í máli. „Það skiptir engu máli hver er að þjálfa, skiptir engu máli hver er að spila, hæðirnar og lægðirnar hjá þessu liði eru bara of miklar. Það er vandamál númer eitt. Það er verkefni mitt númer eitt. Ég er mjög lítið að pæla í þessum kerfum eða einhverju slíku, það er þetta sem er vandamálið. Hvernig við leysum það er svo bara eins og hvað annað. Það er bara vinna og það góða úr þessu er að núna er þetta bara svart á hvítu,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir tapið í Garðabænum. Í sigrinum á móti Hetti gerðist líka eitthvað sem hafði ekki gerst áður í vetur. Tindastólsliðið vann alla fjóra leikhlutana sem ætti að vera gott dæmi um það að liðið sé að sýna stöðugleika. Stólarnir höfðu ekki náð að vinna alla leikhlutana í sama leik í vetur. Margoft höfðu þeir komist vel yfir í leikjum en misst það forskot niður. Að þessu sinni stigu Stólarnir á bensíngjöfina allan leikinn. Tindastóll vann fyrsta leikhlutann með þremur stigum (28-25), annan leikhlutann með átta stigum (28-20), þriðja leikhlutann með sex stigum (26-20) og loks fjórða leikhlutann með fjórum stigum (27-23). Stólarnir höfðu mest náð því að vinna þrjá leikhluta í einum og sama leiknum en það hafði gerst nokkrum sinnum. Nú voru þeir betri í öllum fjórum leikhlutanum sem bendir til þess að Pavel sé kominn nær markmiðum sínum.
Subway-deild karla Tindastóll Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum