Körfubolti

Hvorki Luka né Kyri­e vildu taka loka­skotið og þeir hafa enn ekki unnið saman

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Kyrie Irving and Luka Doncic spila nú saman Dallas Mavericks en það byrjar ekki alltof vel.
Kyrie Irving and Luka Doncic spila nú saman Dallas Mavericks en það byrjar ekki alltof vel. AP/Tony Gutierrez

Kyrie Irving og Luka Doncic eru nú liðsfélagar hjá Dallas Mavericks í NBA-deildinni í körfubolta. Dallas liðið ætti því að hafa góða menn til að klára leiki.

Mavericks vann tvo fyrstu leikina með Kyrie Irving en þá var Luka Doncic ekki leikfær. Síðan að Doncic kom aftur inn í liðið þá hefur Dallas tapað tveimur leikjum í röð.

Liðið tapaði 124-121 á móti Minnesota Timberwolves. Í lokin var Mavericks liðið með boltann og fékk því tækifæri til að jafna leikinn.

Hvorki Luca né Kyrie vildu taka lokaskotið því báðir voru að reyna að búa til skot fyrir hvorn annan á víxl. Hér fyrir neðan má sjá þessa furðulegu lokasókn liðsins.

Kyrie var með 36 stig og 6 stoðsendingar í leiknum og Dallas vann með einu stigi þegar hann var inn á vellinum.

Luca var með 33 stig, 12 fráköst og 6 stoðsendingar en Dallas liðið tapaði með 12 stigum þegar hann var inn á vellinum.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×