„Þetta hefur gengið ágætlega en svo er Árgangamót FH núna í febrúar. Þar er pottþétt að ég finn einhverja alvöru leikmenn,“ sagði Heimir.
Spyrilinn spurði þá hvort að Árgangamótið væri ekki bara einhver bumbubolti.
„Nei, alls ekki. Þetta eru gæjar sem hættu of snemma. Ég farið á nokkur svona árgangamót og það er alltaf hægt að finna alvöru kempur,“ sagði Heimir.
„Ekki nóg með það heldur er ég að fara dæma líka í árgangamótinu. Þá fæ ég að sjá karakterana líka, hvernig þeir munu bregðast við því ég mun náttúrulega ekki dæma neitt,“ sagði Heimir.
„Það verður aldrei aukaspyrna, aldrei víti, aldrei neitt. Þannig þá sér maður karakterana, hvernig þeir bregðast við,“ sagði Heimir en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir neðan.