Sýrlendingar örvæntingarfullir og enn berst lítil aðstoð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. febrúar 2023 08:18 Karlmaður stendur í rústum mosku sem eyðilagðist í skjálftunum. Getty/Murat Kocabas Sýrlendingar sem lifðu tvo stóra jarðskjálfta, sem riðu yfir norðurhluta Sýrlands og suðurhluta Tyrklands í síðustu viku, af eru örvæntingarfullir. Lítil aðstoð hefur borist, enda landsvæði þeirra undir stjórn uppreisnarmanna, en þeir sem lifðu hryllinginn af glíma nú við sult og kulda. Bandaríkin hafa kallað eftir því að stríðandi fylkingar í Sýrlandi veiti þeim sem þurfa mannúðaraðstoð án tafar. Talið er að minnnst 33 þúsund hafi farist í skjálftunum tveimur en talið er að talan muni tvöfaldast á næstu dögum. „Öllum hjálparsveitum verður að hleypa til þessara svæða,“ sagði talsmaður Hvíta hússins í gær. Ein leið til að komast á svæðið Að mati Sameinuðu þjóðanna eru minnst 870 þúsund matarþurfi bæði í Sýrlandi og Tyrklandi og allt að 5,3 milljónir manna misstu heimili sín í Sýrlandi einu. Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum eru 80 þúsund á sjúkrahúsi og meira en milljón í bráðabirgðahúsnæði. Tugir þúsunda björgunarmanna eru enn við störf í Tyrklandi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Veður hefur verið kalt á svæðinu undanfarið. Þrátt fyrir frost finnst fólk enn á lífi í rústunum, en færri með hverjum deginum sem líður. Mest eyðilegging Sýrlandsmegin hefur verið í norðvesturhluta landsins. Svæðið er að mestu undir stjórn uppreisnarmanna og því hefur lítil björgunaraðstoð borist fólkinu. Yfirráðasvæði uppreisnarmannanna er víggirt og aðeins ein leið til að komast inn á svæðið frá Tyrklandi. Sýrlensk yfirvöld tilkynntu í síðustu viku að þau væru viljug til að senda björgunarsveitir á svæðið. Íslendingar færðir til Adiyaman Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í gær flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörg. Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið hefur verið að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Sýrland Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Óttast að dánartalan tvöfaldist Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 12. febrúar 2023 23:50 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. 12. febrúar 2023 10:24 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Bandaríkin hafa kallað eftir því að stríðandi fylkingar í Sýrlandi veiti þeim sem þurfa mannúðaraðstoð án tafar. Talið er að minnnst 33 þúsund hafi farist í skjálftunum tveimur en talið er að talan muni tvöfaldast á næstu dögum. „Öllum hjálparsveitum verður að hleypa til þessara svæða,“ sagði talsmaður Hvíta hússins í gær. Ein leið til að komast á svæðið Að mati Sameinuðu þjóðanna eru minnst 870 þúsund matarþurfi bæði í Sýrlandi og Tyrklandi og allt að 5,3 milljónir manna misstu heimili sín í Sýrlandi einu. Samkvæmt tyrkneskum yfirvöldum eru 80 þúsund á sjúkrahúsi og meira en milljón í bráðabirgðahúsnæði. Tugir þúsunda björgunarmanna eru enn við störf í Tyrklandi þrátt fyrir erfiðar aðstæður. Veður hefur verið kalt á svæðinu undanfarið. Þrátt fyrir frost finnst fólk enn á lífi í rústunum, en færri með hverjum deginum sem líður. Mest eyðilegging Sýrlandsmegin hefur verið í norðvesturhluta landsins. Svæðið er að mestu undir stjórn uppreisnarmanna og því hefur lítil björgunaraðstoð borist fólkinu. Yfirráðasvæði uppreisnarmannanna er víggirt og aðeins ein leið til að komast inn á svæðið frá Tyrklandi. Sýrlensk yfirvöld tilkynntu í síðustu viku að þau væru viljug til að senda björgunarsveitir á svæðið. Íslendingar færðir til Adiyaman Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í gær flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá slysavarnafélaginu Landsbjörg. Íslenski hópurinn lenti í Tyrklandi fyrr í vikunni og kom sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antayka-borg. Unnið hefur verið að samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi.
Sýrland Tyrkland Eldgos og jarðhræringar Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tengdar fréttir Óttast að dánartalan tvöfaldist Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 12. febrúar 2023 23:50 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. 12. febrúar 2023 10:24 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Óttast að dánartalan tvöfaldist Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. 12. febrúar 2023 23:50
Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07
Íslenski hópurinn í Tyrklandi: „Þetta er mjög slæmt ástand“ Erlendur Birgisson verkfræðingur, meðlimur íslenska hópsins í Antayka í Tyrklandi, aðstoðaði svissnesku björgunarsveitina fyrir helgi við leit að einstakling í rústum í borginni. Fregnir höfðu borist af því að heyrst hefði í manni í rústunum en leit bar ekki árangur. Sjúkraflutningamaður segir ástandið mjög slæmt. 12. febrúar 2023 10:24