Að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess Finnur Th. Eiríksson skrifar 13. febrúar 2023 10:01 Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar