Að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess Finnur Th. Eiríksson skrifar 13. febrúar 2023 10:01 Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson Skoðun Er Inga Sæland Þjófur? Birgir Dýrfjörð Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Skoðun Óverðtryggð húsnæðislán til 25 ára Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Alþjóðlegir straumar í menntamálum: Valdeflum kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Háskóli á heimsmælikvarða - Silju Báru í rektorinn! Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson skrifar Skoðun Hvar stendur barnið mitt í námi? Helga Sigurrós Valgeirsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Minning fórnarlamba helfararinnar svívirt Einar Ólafsson skrifar Skoðun Minna af þér og meira af öðrum Heiða Björk Sturludóttir skrifar Skoðun Að byggja upp öfluga og flotta leikskóla til framtíðar Ísabella Markan skrifar Skoðun Að koma skriðdreka á Snæfellsnes Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Ræstitækni ehf.: Fríríki atvinnurekandans Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er samfélagslegt stórslys í uppsiglingu? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Skiptir hugarfarið máli? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum ekki að hafa alla með okkur í liði Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Verkfærakistan er alltaf opin Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Píratar til forystu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Beðið fyrir verðbólgu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Minni pólitík, meiri fagmennska Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ný krydd í skuldasúpuna Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ferðasjóður ÍSÍ hefur rýrnað frá árinu 2019 Heimir Örn Árnason skrifar Sjá meira
Það eru blikur á lofti. Á örfáum árum hefur stóraukin harka færst í samskipti ólíkra samfélagshópa. Háværu raddirnar hafa hlotið mestan hljómgrunn á meðan skynsemisraddirnar hafa verið kaffærðar. Ætlun mín er ekki að gera lítið úr réttmætum kröfum um aukinn samfélagslegan jöfnuð. En þegar harkan er orðin slík að ekki er lengur hægt að setjast við samningaborðið fara að renna á mann tvær grímur. Það læðist að manni sá grunur að meginmarkmiðið sé ekki að krefjast réttlætis fyrir ákveðinn samfélagshóp. Markmiðið virðist öllu heldur vera að ýta kerfinu fram yfir þolmörk þess. Þessar grunsemdir eru ekki úr lausu lofti gripnar. Það er alkunna að öfgafólk starfar innan raða Eflingar. Eðli málsins samkvæmt hafnar öfgafólk öllum lausnum sem byggja á málamiðlunum. Flókinn raunveruleikinn er smættaður í reyfarakennda baráttu góðs og ills. Með því hugarfari er hægt að réttlæta nánast hvað sem er, meðal annars pólitískar hreinsanir og jafnvel stjórnarbyltingar. Í sögulegu samhengi hafa stjórnarbyltingar ekki átt sér stað á einni nóttu. Þær eiga sér skýran aðdraganda þar sem smám saman er grafið undan innviðum samfélagsins, meðal annars með verkfallsaðgerðum. Oft eiga slíkar byltingar sér stað þegar samfélagið er veikt fyrir, til dæmis í efnahagslægð, hungursneyð eða sjúkdómsfaraldri. Þeir sem þekkja söguna vita að flestar stjórnarbyltingar hafa falið í sér miklar hörmungar fyrir alla hlutaðeigandi. Fullkomið réttlæti er ekki til í þessum heimi og þess vegna eru málamiðlanir nauðsynlegar. Vitanlega er eðlilegt að launþegar hafi verkfallsrétt. En þegar útópískar hugsjónir eða byltingarhugmyndir eru settar framar samfélagslegum stöðugleika er mál að linni. Dragist verkfallsaðgerðir á langinn er óhjákvæmilegt að það komi til inngrips stjórnvalda á einn eða annan hátt. Að lokum verða skynsemisraddirnar að yfirgnæfa þær háværu. Höfundur er áhugamaður um samfélagsmál.
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Skoðun Velferð og öryggi barna í skólum og í almenningssamgöngum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar
Áslaug Arna er framtíðin Anton Berg Sævarsson,Birkir Örn Þorsteinsson,Birta Karen Tryggvadóttir,Hulda Dröfn Sveinbjörnsdóttir,Ísak Svavarsson,Lovísa Ólafsdóttir,Páll Orri Pálsson,Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun