Óttast að dánartalan tvöfaldist Ólafur Björn Sverrisson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 12. febrúar 2023 23:50 Hinn 23 ára gamli Huseyin Seferoglu, var dreginn upp úr húsarústum í borginni Antayka, 6 dögum eftir að jarðskjálftinn reið yfir. ap Yfir þrjátíu þúsund eru nú látin eftir gríðarlegan jarðskjálfta í Tyrklandi og Sýrlandi fyrir tæpri viku. Sameinuðu þjóðirnar óttast að dánartalan muni tvöfaldast. Tyrkir eru nú byrjaðir að handtaka verktaka vegna húsa sem hrundu en umdeilt er hvar ábyrgðin raunverulega liggur. Neyðarsöfnun Rauða kross Íslands hefur gengið vel og verða 30 milljónir sendar til Rauða krossins í Tyrklandi og Sýrlandi. Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum. Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Formleg dánartala eftir hamfarirnar í Tyrklandi og Sýrlandi stendur nú í yfir 33 þúsund manns, en áfram heldur björgunarstarf. Hin tíu ára Kudi frá tyrknesku borginni Antayka var föst undir húsarústum í sex daga áður en henni var bjargað í dag. Sýnt var frá björgunaraðgerðum í fréttum Stöðvar 2: Fulltrúi Sameinuðu þjóðanna, Marin Griffiths sem mættur er á vettvang hamfaranna óttast að tala látinna muni tvöfaldast hið minnsta. „Þetta er virkilega átakanlegt. Sú vitneskja að þessi grjótföll haldi enn fólki föstu, sumu lifandi, mörgu dáin. Ég held að það sé mjög erfitt að áætla tölu látinna nákvæmlega því við veðrum að komast undir brakið. En ég er viss um að talan mun tvöfaldast eða meira en það,“ segir Griffiths. Handtökutilskipun hefur nú verið gefin út á hendur 113 manns vegna húsa sem hrundu í jarðskjálftunum. Bent hefur verið á að aðgerðirnar séu leið stjórnvalda til að koma sér undan ábyrgð á hamförunum. Sérfræðingar höfðu árum saman varað við alvarlegum brotalömum í tyrkneskum byggingariðnaði sem þrifist hefðu í skjóli spillingar og vafasamrar stefnu stjórnvalda. Senda 30 milljónir króna Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún segir að hratt hafi verið brugðist við en að um yfirþyrmandi verkefni sé að ræða. „Upptökusvæðið er stórt og það eru milljónir manna sem búa þarna. Auðvitað er reynt að bjarga fólki úr rústunum eins og hægt er. Nú hefur tími liðið og það sem Rauði krossi leggur nú áherslu á er mannúðaraðstoð, að koma eftirlifendum til aðstoðar með mat, lyfjum, tjöldum, teppi, fötum og í rauninni sálrænum stuðningi líka,“ segir Kristín. Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Rauða krossins.Aðsend Fjölmargir Sýrlendingar og Tyrkir er búsettir hérlendis og hvetur Kristín þá til að hafa samband í síma 1717. Neyðarsöfnun gengur vel að sögn Kristínar. „Landsmenn hafa verið mjög duglegir að leggja inn fjármuni í neyðarsöfnun Rauða krossins. Við erum núna að senda 30 milljónir til Tyrklands og Sýrlands. Það fer beint til Rauða krossins í þessum löndum, ekki stjórnvalda,“ segir hún og bendir á að hægt er að senda SMS merkt „hjálp“ í númerið 1900 til að styrkja. „Þetta er yfirþyrmandi verkefni og framundan er mikið uppbyggingarverkefni og mannúðaraðstoð fyrir milljónir manna,“ segir Kristín að lokum.
Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Náttúruhamfarir Hjálparstarf Tyrkland Tengdar fréttir Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01 Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Bara tvö eftir Fimm manna fjölskylda og sextán ára piltur eru á meðal þeirra sem fundust á lífi í Tyrklandi í dag, heilum fimm dögum eftir gríðarlegan jarðskjálfta á mánudag. Þúsundir barna hafa orðið munaðarlaus í hamförunum, þar á meðal sýrlensk systkini sem upplifðu ólýsanlegan hrylling. 11. febrúar 2023 20:01
Bandaríkjamenn óskuðu eftir frekari aðstoð íslenska hópsins Stjórnstöð íslenska hópsins sem sinnir björgunarstarfi á jarðskjálftasvæðum í Tyrklandi var í dag flutt að ósk Bandaríkjamanna, frá borginni Antakya til Adiyaman. Óskað var eftir því að Íslendingar myndu fylgja með til að tryggja áfram samfellu í störfum alþjóðlegra björgunarsveita. Fjórir aðgerðarstjórnendur voru því sóttir af þyrlu bandaríska hópsins en hinn hluti hópsins hefur lagt af stað heim til Íslands. 12. febrúar 2023 20:07