Innlent

Ó­vissu­stigi Al­manna­varna af­lýst

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin er af húsi sem fauk nánast í sundur í óveðrinu í gær.
Myndin er af húsi sem fauk nánast í sundur í óveðrinu í gær. Vísir/SteingrímurDúi

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórana á Vestfjörðum, Vesturlandi, Norðurlandi vestra, Norðurlandi eystra hefur aflýst óvissustigi Almannavarna í fyrrgreindum umdæmum.

Óvissustigið var sett á vegna veðurs sem gekk yfir hluta landsins í gær, laugardaginn 11. febrúar. Samhæfingarstöð Almannavarna var virkjuð klukkan 12:00 á hádegi í gær en störfum hennar lauk klukkan 22:00 í gærkvöldi.

Verkefni gærdagsins sneru að mestu leyti að björgunarsveitum víða um land. Flest verkefnin voru á höfuðborgarsvæðinu en björgunarsveitir höfðu í nægu að snúast, að því er fram kemur í tilkynningu frá Almannavörnum.

Vísir fylgdist vel með veðrinu í gær. Að neðan ber að líta samantekt yfir helstu mál gærdagsins.


Tengdar fréttir

Búið að af­lýsa nánast öllu flugi

Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst. Mikil röskun er á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurs. Búið er að aflýsa nánast öllum flugferðum á Keflavíkurflugvelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×