Tap í fyrsta leik Doncic og Irving Smári Jökull Jónsson skrifar 12. febrúar 2023 09:21 Kyrie Irving keyrir í átt að körfunni í leiknum gegn Sacramento í nótt. Vísir/Getty Dallas Mavericks tapaði fyrir Sacramento Kings í nótt en leikurinn var sá fyrsti sem Kyrie Irving og Luka Doncic léku í saman hjá Dallas. Þá vann Los Angeles Lakers góðan sigur á Golden State Warriors. Kyrie Irving gekk til liðs við Dallas Mavericks í leikmannaskiptum sem vöktu töluverða athygli en sjaldan eða aldrei hafa lokadagar félagaskiptagluggans verið jafn líflegir og nú i ár en auk Irving yfirgaf stórstjarnan Kevin Durant einnig Brooklyn Nets en hann er nú leikmaður Phoenix Suns. Leikur Dallas og Sacramento í nótt var framlengdur og De'Aaron Fox var maðurinn á bakvið sigur heimamanna því hann skoraði 36 stig og þar af sex af vítalínunni í framlengingunni. Doncic og Irving léku báðir í rúmar fjörtíu og eina mínútu en það dugði ekki til. Irving var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig en Doncic skoraði 27. „Mér fannst þetta gott. Þetta var eðlilegt og ekkert þvingað. Við verðum betri og þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Jason Kidd þjálfari Dallas um frammistöðu stórstjarnanna. Dennis Schroder, leikmaður Los Angeles Lakers, fer framhjá Jordan Poole í leiknum í nótt.Vísir/Getty Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Los Angeles Lakers á síðustu dögum og það virðist hafa haft góð áhrif á liðið því Lakers vann góðan útisigur gegn Golden State Warriors í nótt sem saknaði Steph Curry í nótt. Dennis Schroder skoraði 26 stig í sigrinum en Lakers var án LeBron James í leiknum en ekki er búist við að hann verði lengi frá. Þá var Nikola Jokic með þrefalda tvennu fyrir Denver Nuggets þegar liðið lagði Charlotte Hornets í nótt. Jokic skoraði 30 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 119-105 sigri en lið Nuggets er af mörkum talið líklegt til afreka í vetur enda í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Brooklyn Nets - Philadelphia 76´ers 98-101 Orlando Magic - Miami Heat 103-107 Washington Wizards - Indiana Pacers 127-113 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 125-106 New York Knicks - Utah Jazz 126-120 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 97-89 NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira
Kyrie Irving gekk til liðs við Dallas Mavericks í leikmannaskiptum sem vöktu töluverða athygli en sjaldan eða aldrei hafa lokadagar félagaskiptagluggans verið jafn líflegir og nú i ár en auk Irving yfirgaf stórstjarnan Kevin Durant einnig Brooklyn Nets en hann er nú leikmaður Phoenix Suns. Leikur Dallas og Sacramento í nótt var framlengdur og De'Aaron Fox var maðurinn á bakvið sigur heimamanna því hann skoraði 36 stig og þar af sex af vítalínunni í framlengingunni. Doncic og Irving léku báðir í rúmar fjörtíu og eina mínútu en það dugði ekki til. Irving var stigahæstur hjá Dallas með 28 stig en Doncic skoraði 27. „Mér fannst þetta gott. Þetta var eðlilegt og ekkert þvingað. Við verðum betri og þeir stóðu sig mjög vel,“ sagði Jason Kidd þjálfari Dallas um frammistöðu stórstjarnanna. Dennis Schroder, leikmaður Los Angeles Lakers, fer framhjá Jordan Poole í leiknum í nótt.Vísir/Getty Miklar breytingar hafa orðið á leikmannahópi Los Angeles Lakers á síðustu dögum og það virðist hafa haft góð áhrif á liðið því Lakers vann góðan útisigur gegn Golden State Warriors í nótt sem saknaði Steph Curry í nótt. Dennis Schroder skoraði 26 stig í sigrinum en Lakers var án LeBron James í leiknum en ekki er búist við að hann verði lengi frá. Þá var Nikola Jokic með þrefalda tvennu fyrir Denver Nuggets þegar liðið lagði Charlotte Hornets í nótt. Jokic skoraði 30 stig, tók 16 fráköst og gaf 10 stoðsendingar í 119-105 sigri en lið Nuggets er af mörkum talið líklegt til afreka í vetur enda í efsta sæti Vesturdeildarinnar. Brooklyn Nets - Philadelphia 76´ers 98-101 Orlando Magic - Miami Heat 103-107 Washington Wizards - Indiana Pacers 127-113 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 125-106 New York Knicks - Utah Jazz 126-120 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 97-89
Brooklyn Nets - Philadelphia 76´ers 98-101 Orlando Magic - Miami Heat 103-107 Washington Wizards - Indiana Pacers 127-113 Atlanta Hawks - San Antonio Spurs 125-106 New York Knicks - Utah Jazz 126-120 Cleveland Cavaliers - Chicago Bulls 97-89
NBA Mest lesið Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sport Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Óvissan tekur við hjá Hákoni Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Íslenski boltinn Heimir og Lagerbäck sameinaðir á ný Fótbolti Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Íslenski boltinn Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Enski boltinn Fleiri fréttir Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum OKC byrjað að undirbúa sigurhátíð sína fyrir leikinn Tom Brady setur LeBron James fyrir ofan Jordan Bara fjögur útilið hafa unnið oddaleik um NBA titilinn Durant var uppi á sviði þegar hann frétti af skiptunum Sjá meira