Uppvakningahugmyndir um sjóeldi Daníel Jakobsson skrifar 11. febrúar 2023 15:30 Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Uppvakningahugmynd (e. zombie ideas) er hugmynd eða hugarfóstur sem hefði átt að vera drepin með staðreyndum en nær samt að lifa áfram og vakna aftur til lífsins sama hvað á dynur, og er þannig haldið á lofti í umræðunni eins og sannindum þrátt fyrir að staðreyndir tali öðru máli. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafa í hagfræði, hefur verið tíðrætt um slíkar hugmyndir. Hefur hann orðað það sem svo að tilgangurinn með því að draga sífellt fram uppvakningahugmyndir, sama hversu oft er búið að skjóta þær niður með gögnum og staðreyndum, sé einfaldlega sá að rugla umræðuna í pólitískum tilgangi. Áður en lengra er haldið skal tekið fram að Krugman hefur ekki rætt um lax í þessu samhengi – svo ég viti til í það minnsta. Engu að síður rifjaðist þetta hugtak upp fyrir mér við að fylgjast með umræðum um skýrslu Ríkisendurskoðunar um stjórnsýsluna í kringum sjókvíaeldi á Íslandi. Áður en lengra er haldið skal það einnig tekið fram að í skýrslu Ríkisendurskoðunar eru margar ábendingar sem eru góðar og gildar. Fjöldi aðila í fiskeldi hafa bent á það um árabil að stofnanir eru undirmannaðar og regluverkið óskilvirkt. Úttektin er því af hinu góða og mun vonandi verða til þess að betrumbæta skilyrði atvinnugreinarinnar og gera hana skilvirkari í þágu samfélagsins. Sjókvíaeldin greiða sértæka skatta En aftur að uppvakningahugmyndum. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fremur stuttlega rætt um skattaumhverfi greinarinnar en ýjað að því að það megi draga í efa að tekjur ríkisins af greininni standi undir kostnaðinum sem ríkið verður fyrir vegna umgjarðarinnar um eldið. Það sem verra er að víða virðist þeirri hugmynd haldið á lofti að það sé yfirhöfuð engin gjaldtaka af fiskeldi. Vandséð er hvernig hægt er að komast að þeirri niðurstöðu. Enn hærri gjöld eru í farvatninu Búið er að lögfesta verulegan skatt og gjöld á sjókvíaeldi á Íslandi og reyndar er stefnt að því að gjöld á fiskeldi verði með því hæsta sem þekkist í heiminum hér á landi. Þessi gjöld verða innleidd á sjö árum og er árið 2023 fjórða árið í innleiðingarferlinu. Í ár verða því greiddar 18 krónur af hverju framleiddu kílói til ríkisins, ef afsláttar nyti ekki enn við væri gjaldið 31,5 krónur. Gert er ráð fyrir að gjaldið nemi um 800 milljóum á þessu ári. Sjóeldisfyrirtækin eru þannig nú þegar farin að greiða sértæka skatta, þótt þau séu flest enn í uppbyggingarfasa. Á næstu árum er fyrirséð að framleiðsla aukist samhliða því að afsláttur minnkar. Þó tekjur ríkissjóðs af fiskeldisgjaldi séu nú þegar verulegar munu þær verða enn meiri að óbreyttu það er víst. Til viðbótar koma svo aflagjöld sem renna til sveitarfélaga og gjald í umhverfissjóð sjókvíaeldis. Allt í allt er búið að búa til tekjustofn fyrir hið opinbera sem mun innan tíðar skila að óbreyttu milljörðum í ríkissjóð í sérstökum sköttum. Til þess þarf engar lagabreytingar. Augljós tekjulind fyrir ríkissjóð Það er því óþarfi að halda þeirri uppvakningahugmynd lifandi með því að tala eins og hér séu engir skattar á fiskeldi þegar að staðreyndin er sú að hið opinbera hefur búið svo um hnútana að nú þegar er til staðar kerfi sem er með hærri álögur á sjókvíaeldi en víða þekkist þrátt fyrir að greinin sé hér mjög ung og í miklum fjárfestingum. Það er augljóst að hún er tekjulind fyrir ríkissjóð. Leyfum því uppvakningum að deyja og vinnum saman að því að bæta regluverk, umgjörð og stjórnsýslu um greinina. Það er hagur okkar allra. Höfundur er framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Arctic Fish.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun