Bauluðu á Bjarna en fengu fund með Katrínu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2023 11:27 Bjarni gaf sér ekki tíma til að ræða bið mótmælendur. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, varð við beiðni Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar, um fund í Ráðherrabústaðnum, eftir að Eflingarfélagar mótmæltu fyrir utan ríkisstjórnarfund. Baulað var á Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, þegar hann hélt af fundi ríkisstjórnarinnar. Sólveig Anna sagði að Bjarni hefði ekki þorað að mæta félagsmönnum Eflingar og flúið undan þeum. Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Eflingarfélagar hafa mótmælt fyrir utan Ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu í morgun. Þar fór fram fundur ríkisstjórnarinnar. Reyndu Eflingarfélagar, sem standa nú í harðri kjaradeilu við Samtök atvinnulífsins, að koma skilaboðum sínum á framfæri við ráðherra, með takmörkuðum árangri, enda keyrðu þeir flestir í burtu að loknum fundi. Þannig má sjá í meðfylgjandi myndskeiði að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, veitti mótmælendum ekki mikla athygli, er hann gekk út úr Ráðherrabústaðnum. Þetta skilti var skilið eftir á ráðherrabíl Bjarna Benediktssonar.Vísir/Vilhelm Áður hafði hann sagt í viðtali við fréttastofu, aðspurður um hvort að hann hefði einhver skilaboð til mótmælendanna, að það væri gagnlegt ef þau myndu hitta viðsemjendur sína, á fundi. Baulað var á Bjarna á meðan Sólveig Anna, vopnuð hljóðnema, reyndi að ná athygli Bjarna, án mikils árangurs. Þó tókst mótmælendum að koma fyrir skilti á bíl Bjarna er hann ók í burtu. Klippa: Sólveig Anna lét Bjarna Ben heyra það með öskrum „Hann fékk lesefni með sér,“ heyrðist í einum mótmælenda. Eftir að Bjarni var farinn hélt Sólveig Anna mikla ræðu á ensku þar sem hún lýsti skoðunum sínum á Bjarna, sagði hann vera, raunar má segja að hún hafi látið fjarstaddan Bjarna heyra það. Sólveig Anna leit svo á að Bjarni hefði flúið undan Eflingarfólki sem myndu aldrei gleyma þessum degi. „Hann neitar að tala við Eflingarfólk. Það er vegna þess að hann hatar fátækt fólk. Það er vegna þess að hann er kynþáttahatari (e. racist). Þegar erlent verkafólk kemur, fer í verkfall og stendur saman þá sér hann það ekki. Þegar við komum þá er hann of hræddur til að hitta okkur. Hann er rík bleyða sem stendur aðeins með hinum ríku og hleypur burt þegar verkafólk þessa lands kemur til að hitta hann. Skammist hann sín. Við gleymum þessu aldrei,“ sagði Sólveig. Það gekk þó betur að ná athygli forsætisráðherra. Sólveig Anna hélt ásamt þremur öðrum Eflingarfélögum upp tröppur Ráðherrabústaðarins þar sem Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra tók á móti þeim. Sólveig Anna og félagar fengu fund með forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Óskaði Sólveig Anna eftir því að fá að ræða stöðuna í kjaradeilunni við Katrínu, sem varð við þeirri ósk. Var Sólveig Önnu og hinum þremur boðið inn, til fundar við Katrínu, við mikinn fögnuð mótmælenda.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Kjaramál Stéttarfélög Tengdar fréttir Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Fleiri fréttir Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Sjá meira
Liðsmenn Eflingar heftu för ráðherra í Tjarnargötu Félagsmenn Eflingar á Íslandshótelum, sem hafa verið í verkfalli síðan á þriðjudag, eru við mótmæli við ráðherrabústaðinn í Tjarnargötu. Hópurinn hittist á baráttufundi í Iðnó klukkan 10 áður en hann hélt að ráðherrabústaðnum. 10. febrúar 2023 10:57