Vill verða varaformaður Viðreisnar Máni Snær Þorláksson skrifar 10. febrúar 2023 11:03 Erlingur Sigvaldason vill verða varaformaður Viðreisnar. Erlingur Sigvaldason, forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar, hefur ákveðið að gefa kost á sér til varaformennsku í Viðreisn á landsþingi flokksins sem hefst í dag. Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða. Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Þetta kemur fram í færslu sem Erlingur birtir á Facebook-síðu sinni í dag. Ástæðan fyrir framboðinu er sú að Erlingur trúir að fjölbreytt forysta sé það sem þarf til að byggja flokkinn upp fyrir næstu kosningar. „Ég vil leggja áherslu á breiðari málefnaáherslur flokksins,“ segir Erlingur í færslunni. „Viðreisn er og mun alltaf vera Evrópuflokkur en við þurfum að horfast í augu við það að við erum ekki að fara klára aðild að ESB fyrr en í fyrsta lagi eftir 10 ár. Viðreisn þarf að hafa svar við því hvernig við ætlum að bæta líf fólks í dag en ekki bara eftir 10 ár.“ Þá segist hann vilja virkja mannauðinn sem er til staðar innan flokksins og bjóða upp á ferskan valkost í næstu kosningum. Forysta flokksins verði öflug blanda nýs fólks og góðra reynslubolta. „Ríkisstjórnin býður bara upp á skammtímalausnir og ýtir vandamálum ríkissjóðs yfir á næstu ríkisstjórnir og komandi kynslóðir. Núna er rétti tíminn til að hefa baráttuna fyrir frjálslyndara Íslandi og þar spilar Viðreisn lykilhlutverk. Ég gef kost á mér til að vera hluti af teyminu sem sem tryggir frjálslynda framtíð á Íslandi.“ Samkeppni um varaformannssætið Daði Már Kristófersson, núverandi varaformaður flokksins, hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. Greint var frá framboði Daða fyrr í vikunni og leit þá allt út fyrir að hann yrði sjálfkjörinn. Orðrómur hafði verið um að Pawel Bartoszek, varaborgarfulltrúi Viðreisnar, myndi bjóða sig fram gegn honum. Hann staðfesti þó að svo væri ekki í samtali við Vísi. Nú er þó ljóst að samkeppni verður um varaformannsstólinn milli Erlings og Daða.
Viðreisn Tengdar fréttir Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01 Mest lesið Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Lítur út fyrir að Daði verði sjálfkjörinn Allt lítur út fyrir að Daði Már Kristófersson verði sjálfkjörinn varaformaður Viðreisnar á komandi landsþingi flokksins. Daði Már hefur gegnt embættinu síðan í september árið 2020. 8. febrúar 2023 12:01