„Þessi tilraun mistókst“ Sindri Sverrisson skrifar 10. febrúar 2023 08:01 James Harden, Kevin Durant og Kyrie Irving sköpuðu ekki alveg þær góðu minningar sem vonast var til hjá Brooklyn Nets og eru nú allir farnir. AP Körfuboltaheilinn Kjartan Atli Kjartansson segir að eftir tíðindi vikunnar í NBA-deildinni geti Phoenix Suns klárlega gert tilkall til meistaratitils og Los Angeles Lakers mögulega farið langt í úrslitakeppninni. Stærstu tíðindi vikunnar voru vistaskipti Kevins Durant til Phoenix Suns þar sem hann hittir fyrir Chris Paul, Devin Booker og fleiri. „Suns er núna algjörlega meistarakandídat. Ég myndi segja að liðið vanti aðeins meiri breidd og það er spurning hvað væri hægt að gera,“ sagði Kjartan Atli í Sportpakkanum á Stöð 2. Brooklyn Nets fékk stóran pakka í staðinn fyrir Durant sem meðal annars innihélt fjóra fyrstu umferðar valrétti í nýliðavali á næstu árum. Félagið hafði fyrr í þessari viku horft á eftir hinni stórstjörnunni sinni, Kyrie Irving, til Dallas Mavericks. „Fyrir að verða fjórum árum síðan lagði Brooklyn Nets upp í ferðalag. Fékk til sín Kevin Durant og Kyrie Irving. Síðar kom James Harden. Þessir þrír ætluðu sér að mynda ofurlið, sem þeir gerðu í smátíma. Þeir voru ósigrandi í nokkra mánuði, þegar þeir voru allir heilir. En þeir náðu ekki að vinna meira en eina seríu í úrslitakeppninni. Liðið náði aldrei þeim hæðum sem það átti að ná. Bæði Durant og Irving voru orðnir ósáttir, James Harden var farinn. Þannig að þessi tilraun mistókst,“ sagði Kjartan Atli. Kjartan segir að Los Angeles Lakers, með LeBron James í broddi fylkingar, séu eftir viðskipti sín í vikunni orðnir mun álitlegra lið sem geti gert flotta hluti í vor. „Lakers fékk D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves sem er búinn að spila mjög vel á þessari leiktíð. Malik Beasley kom frá Utah Jazz og er frábær skytta, og svo fengu þeir Jarred Vanderbilt sömuleiðis frá Jazz sem er mjög vanmetinn leikmaður, frábær varnarmaður. Þessir þrír með LeBron James og Anthony Davis eru mjög sterkt fimm manna lið. Núna er Lakers-liðið mikið betra en það var í byrjun vikunnar og ég gæti séð fyrir mér LeBron og félaga fara langt í úrslitakeppninni. Þeir eru núna með feykilega sterkt byrjunarlið.“ NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira
Stærstu tíðindi vikunnar voru vistaskipti Kevins Durant til Phoenix Suns þar sem hann hittir fyrir Chris Paul, Devin Booker og fleiri. „Suns er núna algjörlega meistarakandídat. Ég myndi segja að liðið vanti aðeins meiri breidd og það er spurning hvað væri hægt að gera,“ sagði Kjartan Atli í Sportpakkanum á Stöð 2. Brooklyn Nets fékk stóran pakka í staðinn fyrir Durant sem meðal annars innihélt fjóra fyrstu umferðar valrétti í nýliðavali á næstu árum. Félagið hafði fyrr í þessari viku horft á eftir hinni stórstjörnunni sinni, Kyrie Irving, til Dallas Mavericks. „Fyrir að verða fjórum árum síðan lagði Brooklyn Nets upp í ferðalag. Fékk til sín Kevin Durant og Kyrie Irving. Síðar kom James Harden. Þessir þrír ætluðu sér að mynda ofurlið, sem þeir gerðu í smátíma. Þeir voru ósigrandi í nokkra mánuði, þegar þeir voru allir heilir. En þeir náðu ekki að vinna meira en eina seríu í úrslitakeppninni. Liðið náði aldrei þeim hæðum sem það átti að ná. Bæði Durant og Irving voru orðnir ósáttir, James Harden var farinn. Þannig að þessi tilraun mistókst,“ sagði Kjartan Atli. Kjartan segir að Los Angeles Lakers, með LeBron James í broddi fylkingar, séu eftir viðskipti sín í vikunni orðnir mun álitlegra lið sem geti gert flotta hluti í vor. „Lakers fékk D‘Angelo Russell frá Minnesota Timberwolves sem er búinn að spila mjög vel á þessari leiktíð. Malik Beasley kom frá Utah Jazz og er frábær skytta, og svo fengu þeir Jarred Vanderbilt sömuleiðis frá Jazz sem er mjög vanmetinn leikmaður, frábær varnarmaður. Þessir þrír með LeBron James og Anthony Davis eru mjög sterkt fimm manna lið. Núna er Lakers-liðið mikið betra en það var í byrjun vikunnar og ég gæti séð fyrir mér LeBron og félaga fara langt í úrslitakeppninni. Þeir eru núna með feykilega sterkt byrjunarlið.“
NBA Mest lesið „Varð fljótt að hinni verstu martröð“ Sport Biður liðsfélagana afsökunar eftir að hafa selt ólympíugullið Sport Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Handtekinn í fyrra en vann nú með tárin í augunum Golf Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu Körfubolti Gæti þurft úrslitaleik á Ítalíu eftir VAR-drama Fótbolti Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Íslenski boltinn Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Íslenski boltinn Fleiri fréttir Reiknar ekki með Shaq í oddaleiknum í Síkinu: „Vesen með nýrun“ Benedikt: Hugsanlega breyta viðtöl línum í dómgæslu „Við máttum ekki gefast upp“ Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Tap í fyrsta leik Alba Berlin Daníel tekur við KR Stjörnurnar fögnuðu og hátíð á götum New York eftir sigur á meisturunum Friðrik Ingi hættur með Hauka Hörður kominn undan feldinum Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Sjá meira