Algjör firra að það sé lítilsvirðing að vara við hættunni af offitu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. febrúar 2023 06:43 Kári segir of feitan einstakling á aldrinum 35 til 40 ára í svipaðri áhættu og manneskja á hans aldri þegar kemur að ýmsum sjúkdómum á borð við hjartabilun og krabbamein. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að jafnvel þótt lyf sem notuð eru við offitu séu dýr muni þau koma til með að stuðla að sparnaði í heilbrigðiskerfinu. Hann fagnar nýjum lyfjum við offitu, sem sérfræðingar séu sammála um að sé mesta heilbrigðisvandamál samtímans. Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“ Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Frá þessu greinir Fréttablaðið en tilefnið eru ummæli næringarfræðingsins Vilborgar Kolbrúnar Vilmundardóttir, sem jafnframt situr í stjórn Samtaka um líkamsvirðingu, um að skilgreiningin á offitu sem sjúkdómi byggði ekki á vísindalegum grunni. „Offitu fylgir gífurlega aukin hætta á hjartabilun, lifrarskemmdum, sykursýki fullorðinna, kæfisvefni, slitgigt hjá ungu fólki og allskonar krabbameinum. Það sem meira er að það er bókstaflega línulegt samband milli offitunnar og þeirra mælikvarða sem eru notaðir á offitu og hættunnar af þessum sjúkdómum. Þannig það fylgir þessu gífurleg áhætta,“ segir Kári í samtali við Fréttablaðið. Hann segir lyfin hjálpa fólki að léttast og með þyngdartapinu dragi úr áhættunni á fyrrnefndum sjúkdómum. Kári segir lyfin sem Vilborg sé að „henda skít í“ séu íhaldssamari leið en hjáveituaðgerðir og þá sé algjör firra að halda því fram að það sé verið að sýna fólki lítilsvirðingu með því að vara við hættum af völdum offitu. Notkun lyfja á borð við Ozempic og Saxenda hefur tífaldast á síðustu árum en Tara Margrét Vilhjálmsdóttir, fyrrverandi formaður Samtaka um líkamsvirðingu, er meðal þeirra sem hafa talað gegn notkun þeirra. Hún sagði á dögunum frá því að hafa verið beitt þrýstingi af heimilislækni að fara á lyf. Kári segir lækninn hins vegar einfaldlega hafa verið að sinna skyldu sinni. Þegar læknir sér einstakling sem er í áhættu af alvarlegum sjúkdómi þá er skylda hans að reyna að koma í veg fyrir að áhættan af sjúkdómnum verði sjúkdómur, þannig að hann var bara að vinna vinnuna sína,“ segir hann. Kári segist sjálfur hafa megnustu fyrirlitningu á þeim sem vanvirða fólk fyrir það eitt að vera of feitt; það sé eins og að vanvirða einhvern fyrir að vera með of háan blóðþrýsting. Offita sé hins vegar ein mesta ógnin við heilsufar Íslendinga og annarra þjóða á Vesturlöndum. „Á sama máta þá má ekki standa hjá og láta eins og ekkert hafi í skorist þegar samfélagið er allt að verða offeitt. Við getum ekki staðið hjá og horft á það að fólk sé að vega að heilsu sinni ljóst og leynt og linnulaust með því að þyngjast svona mikið.“
Heilbrigðismál Lyf Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira