Íslenski hópurinn tekur til hendinni í Tyrklandi Máni Snær Þorláksson skrifar 9. febrúar 2023 10:57 Íslenski hópurinn flutti búðir sínar í morgun. Landsbjörg Hópur björgunarsveitarmanna frá Íslandi lenti í Tyrklandi í gærnótt. Hópurinn er nú búinn að koma sér fyrir við Hatay Expo svæðið í Antakya borg, þar sem yfirstjórn aðgerða á svæðinu er. Íslenski hópurinn setti upp búðir við Hatay Stadium, leikvang knattspyrnuliðsins Hatayspor, í gær. Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu kemur fram að samgöngur milli leikvangsins og Hatay Expo hafi verið erfiðar og tekið langan tíma. Því var ákveðið að taka niður búðir hópsins við leikvanginn í morgun og setja þær upp við Hatay Expo. Hér má sjá svæði alþjóðlegra sveita við Hatay Expo.Landsbjörg Umfangsmikil aðgerð Íslendingarnir er nú komnir í fulla vinnu í stjórnstöðinni í Hatay Expo. Þar vinna þeir við samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Á svæðinu eru fjölmennar björgunarsveitir frá fleiri löndum. Meðal annars eru 120 manns frá Bretlandi og 150 frá Kína. Íslenski hópurinn er byrjaður að hjálpa í Tyrklandi. „Þetta er mjög umfangsmikil aðgerð og eyðileggingin er mikil í héraðinu og Antakya. Þegar hópurinn lenti í Gaziantep í gær var ekki mikla eyðileggingu að sjá, en á ferð þeirra niður til Hatay héraðs varð eyðileggingin sífellt meiri. Hópurinn varð vitni að því að fólki var bjargað út úr húsarústum á leiðinni, og jafnframt þar sem verið var að jarða þá sem höfðu fundist látnir,“ segir í tilkynningu frá slysavarnafélaginu. Þá kemur fram að í gær hafi alþjóðlegu björgunarsveitunum tekist að bjarga 24 manns lifandi úr húsarústum. Tekist hefur svo að bjarga 14 manns á lífi í dag. Tölur látinna liggja ekki fyrir. Búðir íslenska hópsins að næturlagi.Landsbjörg Björgunarsveitir Hjálparstarf Náttúruhamfarir Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira
Íslenski hópurinn setti upp búðir við Hatay Stadium, leikvang knattspyrnuliðsins Hatayspor, í gær. Í tilkynningu frá slysavarnafélaginu kemur fram að samgöngur milli leikvangsins og Hatay Expo hafi verið erfiðar og tekið langan tíma. Því var ákveðið að taka niður búðir hópsins við leikvanginn í morgun og setja þær upp við Hatay Expo. Hér má sjá svæði alþjóðlegra sveita við Hatay Expo.Landsbjörg Umfangsmikil aðgerð Íslendingarnir er nú komnir í fulla vinnu í stjórnstöðinni í Hatay Expo. Þar vinna þeir við samhæfingu og stjórnun aðgerða ásamt heimamönnum og fólki frá Hollandi, Sviss, Austurríki og Grikklandi. Á svæðinu eru fjölmennar björgunarsveitir frá fleiri löndum. Meðal annars eru 120 manns frá Bretlandi og 150 frá Kína. Íslenski hópurinn er byrjaður að hjálpa í Tyrklandi. „Þetta er mjög umfangsmikil aðgerð og eyðileggingin er mikil í héraðinu og Antakya. Þegar hópurinn lenti í Gaziantep í gær var ekki mikla eyðileggingu að sjá, en á ferð þeirra niður til Hatay héraðs varð eyðileggingin sífellt meiri. Hópurinn varð vitni að því að fólki var bjargað út úr húsarústum á leiðinni, og jafnframt þar sem verið var að jarða þá sem höfðu fundist látnir,“ segir í tilkynningu frá slysavarnafélaginu. Þá kemur fram að í gær hafi alþjóðlegu björgunarsveitunum tekist að bjarga 24 manns lifandi úr húsarústum. Tekist hefur svo að bjarga 14 manns á lífi í dag. Tölur látinna liggja ekki fyrir. Búðir íslenska hópsins að næturlagi.Landsbjörg
Björgunarsveitir Hjálparstarf Náttúruhamfarir Tyrkland Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Sjá meira