Innlent

Kallað út vegna mikils reyks í húsi á Arnar­nesi

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynning vegna málsins barst lögreglu um klukkan 19:45 í gærkvöldi.
Tilkynning vegna málsins barst lögreglu um klukkan 19:45 í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm

Slökkvilið höfuðborgarsvæðinu var kallað út eftir að tilkynnt var um mikinn reyk í húsi við Þernunes á Arnarnesi í Garðabæ skömmu fyrir klukkan 20 í gærkvöldi.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði myndaðist reykurinn eftir eld í arni og hafði húsráðanda tekist að slökkva eldinn með handslökkvitæki áður en slökkvilið bar að garði. Slökkvilið vann þó að reykræstingu eftir að á staðinn var komið. Tjón er sagt hafa verið minniháttar.

Í tilkynningu frá lögreglu, sem send var á fjölmiðla í morgun, segir frá einnig frá því óskað hafi verið eftir aðstoð á bráðamóttöku Landspítalans Fossvogi vegna einstaklings sem hafi látið ófriðlega. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa sökum ástands.

Þá segir frá því að í gærkvöldi hafi verið tilkynnt um umferðaróhapp í hverfi 110 í Reykjavík þar sem ökumaður hafði misst stjórn á bíl sínum með þeim afleiðingum að hún valt hálfa veltu. Ökumaður sagðist ekki finna til meiðsla eftir óhappið en bill var dreginn á brott með dráttarbifreið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×