Litlar líkur á að fleiri finnist á lífi Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 9. febrúar 2023 07:15 Björgunarfólk að störfum í nótt á hamfarasvæðunum. AP Photo/Khalil Hamra Tala látinna í Tyrklandi og í Sýrlandi eftir jarðskjálftana sem þar riðu yfir nálgast nú sextán þúsund manns óðfluga. Í nótt voru 72 tímar liðnir frá því skjálftinn öflugi reið yfir sem mældist 7,8 stig að stærð. Sá tímagluggi er sagður mikilvægur, því eftir að hann líður eru litlar líkur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum að því er Ilan Kelman prófessor í hamfarafræðum við University College segir í samtali við AFP. Hann segir að 90 prósent þeirra sem finnist á lífi í rústum eftir skjálfta finnist innan 72 klukkustunda en bendir þó á að margir þættir hafi þar áhrif, eins og veður, eftirskjálftara og hversu skilvirkar björgunaraðgerðir eru á svæðinu sem um ræðir. Eins og staðan er í Tyrklandi virðast þrír áðurnefndu þættirnir allir vega á móti von manna um að finna fleiri á lífi. Veður hefur verið afar slæmt, stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang í björgunaraðgerðum og fjölmargir eftirskjálftar riðu yfir, sumir hverjir litlu minni en sá stærsti. Þá berast litlar fregnir af björgunarstarfi í Sýrlandi en yfirvöld þar segja að 298 þúsund hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Þar virðist þó aðeins vera átt við þann hluta landsins sem er undir stjórn Bashar Al Assads forseta, en uppreisnarhéröðin í landinu eru mun nær upptökum skjálftans. Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00 Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. 8. febrúar 2023 12:04 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Í nótt voru 72 tímar liðnir frá því skjálftinn öflugi reið yfir sem mældist 7,8 stig að stærð. Sá tímagluggi er sagður mikilvægur, því eftir að hann líður eru litlar líkur taldar á að fólk finnist á lífi í húsarústunum að því er Ilan Kelman prófessor í hamfarafræðum við University College segir í samtali við AFP. Hann segir að 90 prósent þeirra sem finnist á lífi í rústum eftir skjálfta finnist innan 72 klukkustunda en bendir þó á að margir þættir hafi þar áhrif, eins og veður, eftirskjálftara og hversu skilvirkar björgunaraðgerðir eru á svæðinu sem um ræðir. Eins og staðan er í Tyrklandi virðast þrír áðurnefndu þættirnir allir vega á móti von manna um að finna fleiri á lífi. Veður hefur verið afar slæmt, stjórnvöld hafa verið gagnrýnd fyrir seinagang í björgunaraðgerðum og fjölmargir eftirskjálftar riðu yfir, sumir hverjir litlu minni en sá stærsti. Þá berast litlar fregnir af björgunarstarfi í Sýrlandi en yfirvöld þar segja að 298 þúsund hafi þurft að yfirgefa heimili sín. Þar virðist þó aðeins vera átt við þann hluta landsins sem er undir stjórn Bashar Al Assads forseta, en uppreisnarhéröðin í landinu eru mun nær upptökum skjálftans.
Náttúruhamfarir Jarðskjálfti í Tyrklandi 6. febrúar 2023 Tyrkland Sýrland Tengdar fréttir Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00 Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59 Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. 8. febrúar 2023 12:04 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Stjórnvöld harðlega gagnrýnd fyrir hæg viðbrögð Tyrknesk stjórnvöld hafa verið harðlega gagnrýnd fyrir að bregðast of hægt við afleiðingum jarðskjálftanna á mánudag. Nú er talið að yfir ellefu þúsund hafi farist í skjálftunum. Íslenskt björgunarfólk er komið á hamfarasvæðið í Tyrklandi. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 8. febrúar 2023 19:00
Lítil stúlka fæddist í húsarústum Þessi nýfædda stúlka fannst í rústum í Sýrlandi en hún kom í heiminn þremur klukkutímum áður en hún fannst. Allir fjölskyldumeðlimir stúlkunnar eru látnir. 8. febrúar 2023 14:59
Hópur Landsbjargar nálgast hamfarasvæðið: „Ekkert rafmagn og skortur á bensíni“ Heildarfjöldi látinna í jarðskjálftanum í Tyrkjaldi og Sýrlandi er nú kominn upp í ellefu þúsund en búist er við að sú tala muni hækka. Hópur Landsbjargar lenti í Tyrklandi í nótt og er nú á leið með rútu inn á hamfarasvæði en íbúar gagnrýna stjórnvöld fyrir hægagang í björgunaraðgerðum. 8. febrúar 2023 12:04