„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 06:23 Bjarni skýtur fast á Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Vísir/Egill Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira