„Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. febrúar 2023 06:23 Bjarni skýtur fast á Seðlabankann og aðila vinnumarkaðarins. Vísir/Egill Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn og árið 2023 væri betur nýtt til að þeir kjarasamningar sem framundan eru og þeir skammtímasamningar sem menn hafa þegar gert leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira
Þetta segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í pistli sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. Í pistlinum rifjar hann upp stefnuræðu sína á Alþingi árið 2017, þar sem hann sagði meðal annars: „Þegar farið er út af sporinu í kjaraviðræðum á Íslandi með samningum sem þykja ekki samræmast stöðugleika hefst samkvæmisleikur sem við gætum kallað: Hver er sökudólgurinn? Hversu oft ætli við höfum tekið leikinn í þessum sal, að finna sökudólginn? En það er allt of mikil einföldun að skella skuldinni á kröfugerð launþega, einstaka atvinnurekendur, eða eftir atvikum ríkisstjórn eða sveitarfélög sem látið hafa undan þrýstingi um samninga, þegar aðferðafræðin við að leiða fram niðurstöðu er jafn gölluð og raun ber vitni.“ Þessi orð segist Bjarni hafa rifjað upp þgear hann sá ályktun frá ASÍ um að verðbólgan og vaxtastigið væri Seðlabankanum og ríkisstjórninni að kenna og Seðlabankinn að „allt væri öðrum að kenna“; að hann hefði dregið stutta stráið, að launahækkanir væru umfram forsendur og aðhald í opinberum fjármálum ónógt. „Seðlabankinn hefur vanspáð verðbólgu a.m.k. 10 sinnum í röð og virðist hafa vanmetið áhrif kjarasamninga við síðustu vaxtaákvörðun, en hafði áður sagt þá niðurstöðu mjög jákvæð tíðindi,“ segir Bjarni í færslu sinni. Bjarni segist enn þeirrar skoðunar að vinnumarkaðslíkanið sé einn helsti veikleiki Íslands í efnahagsmálum og að framvinda í verðlags- og vaxtamálum muni fyrst og fremst ráðast af framvindunni á vinnumarkaði og launaþróun næstu árin. Það væri áhyggjuefni að á sama tíma og laun hefðu hækkað hratt hefði dregið úr framleiðni. „Þegar þetta er skrifað er staðan sú að sama dag og Seðlabankinn hækkar vexti um 0,5% með vísan í launahækkanir umfram forsendur verðstöðugleika standa yfir verkföll. Verkfallsaðgerðirnar eru til þess hugsaðar að knýja á um enn frekari launahækkanir,“ segir Bjarni. „Leitin að sökudólgnum mun litlu skila fyrir landsmenn eins og reynslan sýnir. Árið 2023 væri betur nýtt til að leggja grunn að sátt um að þeir kjarasamningar sem framundan eru, og þeir sem taka við af þeim skammtímasamningum sem stór hluti vinnumarkaðar hefur nú þegar gert, leggi grunn að nýju skeiði stöðugleika. Ríkisstjórnin mun áfram vinna að því að stöðva hallarekstur og skuldasöfnun. Við höfum ágæta stöðu til að vinna úr, hér er hagvöxtur, atvinnuleysi lítið, staða heimila sterk og tækifæri víða til sóknar næstu árin. Það er í okkar höndum að spila vel úr þeirri stöðu. Sækjum fram á traustum og grunni og með traustar forsendur í farteskinu. Það er besta tryggingin fyrir enn betri lífskjörum.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Vinnumarkaður Seðlabankinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Fleiri fréttir „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Sjá meira