Bætti Íslandsmetið tvisvar á átta dögum og ætlar yfir átján metrana og á HM Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. febrúar 2023 10:30 Erna Sóley Gunnarsdóttir ætlar sér að kasta yfir átján metra áður en hún útskrifast úr Rice háskólanum. rice Erna Sóley Gunnarsdóttir hefur bætt eigið Íslandsmet í kúluvarpi tvisvar sinnum á rúmri viku. Hún ætlar sér að kasta yfir átján metra og segir raunhæft að komast á komast á Ólympíuleikana í París á næsta ári. Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu. Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira
Erna kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Nýju-Mexíkó á laugardaginn. Hún bætti þar með átta daga gamalt Íslandsmet sitt um 0,36 metra. Myndband af Íslandsmetinu má sjá hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Coach Brek Christensen (@ricethrows) „Ég er mjög ánægð með hvernig tvö síðustu mót hafa gengið og mjög sátt með árangurinn,“ sagði Erna í samtali við Vísi í gær. Fyrir tímabilið var besti árangur Ernu innanhúss 16,95 metrar. Hún hefur því bætt sig gríðarlega mikið í vetur. „Lykilinn er gott undirbúningstímabil og áhersla á tækni og styrk. Þegar tímabilið byrjaði aftur var ég klár og bætingarnar komu,“ sagði Erna. „Ég er algjörlega í besta forminu sem ég hef nokkurn tímann verið og mjög spennt fyrir restinni á tímabilinu.“ Klippa: Bætti Íslandsmetið í kúluvarpi tvisvar á rúmri viku Erna er á síðasta ári sínu í Rice háskólanum í Texas og útskrifast í maí. „Markmiðið er að útskrifast með átján metrana. Það hefur alltaf verið markmiðið,“ sagði Erna sem er aðeins þrjátíu sentímetrum frá þessu takmarki sínu. Stífar æfingar Hún segist hafa bætt sig mikið á tíma sínum í Rice háskólanum. „Ég er mjög ánægð að hafa tekið þessa ákvörðun að fara út. Ég held að þetta hafi hjálpað mér að verða betri íþróttamaður,“ sagði Erna sem æfir stíft úti í Texas. „Ég æfi örugglega sex sinnum í viku en tek frí á sunnudögum. Ég kasta þrisvar sinnum í viku, lyfti 4-5 sinnum og svo eru hlaup og aðrar æfingar tvisvar sinnum í viku.“ Orðin vön góðri aðstöðu Erna segist ekki vita hvað tekur við hjá sér eftir útskrift, hvort hún flytji heim eða haldi kyrru fyrir vestanhafs. Erna Sóley hefur fjórum sinnum orðið Íslandsmeistari í kúluvarpi utanhúss.frí „Ég á eftir að ákveða það. Ef ég vil koma heim þarf að koma mér upp góðri aðstöðu á Íslandi, eins og ég hef verið með hérna úti.“ Ætlar inn á HM á lágmarki Erna, sem vann brons á EM U-20 ára fyrir fjórum árum, keppti á sínu fyrsta stórmóti fyrir fullorðinna á EM í München í fyrra. Þar komst hún inn á kvótasæti en ekki á lágmarki. Erna ætlar sér hins vegar að ná lágmarki fyrir heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fram fer í Búdapest í ágúst. „Ég held ég þurfi að kasta yfir átján metrana til að vera örugg þar inni. Það er markmiðið. Ég væri algjörlega til í að vera inni vegna míns árangurs,“ sagði Erna sem ætlar sér líka að komast inn á Ólympíuleikana á næsta ári. Raunhæft að komast inn á Ólympíuleika „Ég ætla að taka næsta ár og einbeita mér að því að komast þangað. Það er frekar raunhæft markmið.“ Erna keppir á meistaramótinu hérlendis í sumar. „Það er stórt og það gildir fyrir mörg stig. Ég ætla að toppa þá,“ sagði Erna að endingu.
Frjálsar íþróttir ÍR Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sjá meira