Sádarnir halda áfram að koma á óvart í fótboltanum: Veglegur bónus á leiðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2023 13:32 Salem Aldawsari fagnar marki á móti Flamengo. Hann hefur heldur betur skapað sér nafn í sigrum á argentínsku landsliði og brasilísku félagsliði á síðustu mánuðum. AP/Mosa'ab Elshamy Al-Hilal er komið í úrslitaleik heimsmeistaramóts félagsliða í fótbolta fyrst félaga frá Sádí Arabíu. Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það. Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira
Al-Hilal kom mörgum á óvart með því að slá út brasilíska félagið Flamengo í undanúrslitaleiknum og framundan er úrslitaleikur um komandi helgi á móti annað hvort Real Madrid eða Al Ahly. Al-Hilal beat Flamengo to head to the Club World Cup final pic.twitter.com/zIpKoGm4hM— B/R Football (@brfootball) February 7, 2023 Al-Hilal vann undanúrslitaleikinn 3-2 eftir að hafa komist 3-1 yfir og endað leikinn ellefu á móti tíu. Hetja Al-Hilal liðsins var Salem Al Dawsari sem hafði einnig komið sér í fréttirnar á HM í Katar í lok síðasta árs. Sádarnir halda nefnilega áfram að koma á óvart í fótboltanum. Al Dawsari skoraði einmitt sigurmark Sádí-Arabíu á móti verðandi heimsmeisturum Argentínu í nóvember í fyrsta leik þjóðanna á HM í Katar. Að þessu sinni skoraði Al Dawsari úr tveimur vítaspyrnum auk þess að leggja upp þriðja markið fyrir liðsfélaga sinn Luciano Vietto. Flamengo komst beint í úrslitaleikinn sem fulltrúi liða frá Suður-Ameríku en Al-Hilal sló Wydad Casablanca frá Marokkó út í annarri umferð þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í vítakeppni. Wydad Casablanca var 1-0 yfir í leiknum en Al-Hilal tryggði sér framlengingu með jöfnunarmarki úr vítaspyrn á fjórðu mínútu í uppbótatíma. Það er því stutt á milli í þessu og Al-Hilal fær nú tækifæri á að spila úrslitaleik á móti mögulega Evrópumeisturum Real Madrid. Undanúrslitaleikur Real Madrid liðsins fer fram í dag. Saudi billionaire Prince Al Waleed bin Talal Al Saud has pledged one million Saudi Riyal (£222k) to each Al-Hilal player for reaching the Club World Cup Final and a further one million if they win the tournament. pic.twitter.com/Lo6gOiPjlo— Ben Jacobs (@JacobsBen) February 7, 2023 Talið er víst að leikmenn Al-Hilal fái mjög veglegan bónus fyrir það að koma liðinu í úrslitaleikinn en það vantar ekki peningana hjá olíufurstunum í Sádí Arabíu. Þeir gætu hver og einn fengið milljón ríal fyrir það en það jafngildir um 38 milljónum íslenskra króna. Ekki slæmur bónus það.
Fótbolti Sádi-Arabía Sádiarabíski boltinn Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Sjá meira