Getur verið að ykkur langi í verkfall? Ágúst Valves Jóhannesson skrifar 8. febrúar 2023 09:00 Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Sjá meira
Mig langar í verkfall sem við öll tökum þátt í. Verkfall sem hendur, fætur og hár taka þátt í, Verkfall sem fæðist í sérhverjum líkama. Svona hefst ljóð Giacondu Belli, Verkfall, sem Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi og var birt í tímaritinu Rétti árið 1979. „Auðvitað vill enginn fara í verkfall“ er hinsvegar algengt tungutak af vörum manna í samfélagi nútímans. Aðilar innan verkalýðshreyfingarinnar fullyrða fullum fetum að ekki nokkur sál hafi nokkurn einasta áhuga á að fara í verkfall. Fram hefur komið í kjarakönnunum stéttarfélaga á Íslandi að þvert á móti, þá er félagsfólk einmitt reiðubúið til þess að leggja niður störf til þess að knýja fram kjarabætur, hvort sem krafan sé um að fjölga krónum í launaumslagið, auka réttindi gagnvart atvinnurekendum eða gera kröfur á hendur ríkisvaldinu. Þegar kemur að vopnabúri þeirra sem ekki eru almennt launafólk þá er þar heill vopnalager til þess að velja úr. Seljandi vöru getur hækkað verð ef svo ber undir. Fjármagnseigandinn getur haft peninginn á vaxtareikning eða keypt hlutabréf eftir því hvort er arðbærara hverju sinni. Nú og svo getur fyrirtækjaeigandi keypt mjólkurfernu út á eignarhaldsfélagið. Þetta eru örfá, eflaust döpur dæmi um kjarabætur sem almennt launafólk hefur ekki aðgang að. Vopnabúr hins almenna launamanns er aftur á móti ekki eins bústið. Erfitt er að hunsa vörur og þjónustu til þess að þrýsta á breytingar. Sem dæmi getur fólk sem verslar í Bónus ekki keypt kjúkling án þess að versla við Ölmu leigufélag sem hækkar leiguverð á húsnæði nánast að vild. Einungis voru seldar kryddjurtir frá Ísrael í matvöruverslunum á fyrsta áratug þessarar aldar þegar hernaðarandstæðingar vildu refsa Ísraelsríki fyrir stríðsglæpi þess í Palestínu. En verkafólk hefur þó löngum haft þann möguleika að standa upp gagnvart vinnuveitendum með því að fara í verkfall. Sá möguleiki virðist þó vera hverfandi og ríkisvaldið á góðri leið með því að taka burt þennan síðasta möguleika launafólks til þess að þröngva fram réttlæti í sinn garð. Því er eðlilegt að spyrja sjálfan sig að því hvort kerfið sem við öll búum í sé hannað til þess að hygla þeim ríku og valdamiklu. Getur það verið? Og getur verið.. að hið opinbera hafi það markmið að útrýma frjálsum kjarasamningsviðræðum og setja lífskjarabætur í hendur andlitslausra sérfræðinga í skuggasundum? Og getur verið.. að ríkissáttasemjari með aðför sinni að kjarasamningsviðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins sé að framfylgja þessari stefnu ríkisvaldsins? Jafnvel með lögregluvaldi? Og getur verið.. að lögin séu orðin svo brengluð að dómstólar verða að fylgja stefnu ríkisvaldsins? Og getur verið.. að stór hluti forystu verkalýðshreyfingarinnar sé á því að þríhliða viðræður aðila vinnumarkaðarins og ríkisins sé sú leið til að bæta lífskjör? En sama hvað er eða verður, getur verið að Eldína Giacondu Belli sé rétt og að.. Verkfall augna, handa og kossa. Verkfall þar sem bannað verður að anda, Verkfall sem fæðir af sér þögn svo hægt verði að heyra fótatak harðstjórans þegar hann fer sé lýsandi fyrir það hvað verkfall getur í raun gefið samfélaginu? Samfélag sem fellur í ró þegar það finnur fyrir réttlæti gagnvart þeim ranglátu. Höfundur er verkalýðssinni.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun