Körfubolti

Sex fyrir ofan LeBron James á lista Charles Barkley

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James er að komast á toppinn á stigalistanum en hann er bara í sjöunda sætinu hjá Sir Charles.
LeBron James er að komast á toppinn á stigalistanum en hann er bara í sjöunda sætinu hjá Sir Charles. AP/Michael Conroy

NBA goðsögnin Charles Barkley fékk það verkefni að velja tíu bestu körfuboltamenn allra tíma og hann fór kannski aðra leið en margir.

Enginn var hissa á því að sjá Michael Jordan í efstu sætinu hjá Barkley þrátt fyrir ósætti þeirra á milli.

Jordan er í efsta sæti hjá flestum sem upplifðu hann gnæfa yfir NBA-deildina í langan tíma.

Það eru hins vegar næstu sæti sem eru áhugaverð hjá Sir Charles.

Þannig er Oscar Robertson í öðru sæti og þar meðan á undan þeim Wilt Chamberlain og Kareem Abdul-Jabbar.

Robertson var fyrsti og mjög lengi sem náði að vera með þrennu að meðaltali á heilu tímabili en Russell Westbrook hefur síðan náð því fjórum sinnum.

Chamberlain og Abdul-Jabbar voru báðir lengi stigahæstu leikmenn NBA frá upphafi og Abdul-Jabbar hefur verið það frá árinu 1984.

LeBron James, sem er að verða stigahæsti leikmaðurinn í sögu NBA á allra næstu dögum, nær bara sjöunda sætinu á lista Barkley en fyrir ofan hann eru bæði Bill Russell og Kobe Bryant.

James nær hins vegar að vera fyrir ofan þá Tim Duncan og Hakeem Olajuwon.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×