„Rosalega frústrerandi“ að trúa því að maður geti betur Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2023 09:01 Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins í dag. vísir/Sigurjón Kolbeinn Höður Gunnarsson er fljótasti maður landsins en hann hefur á skömmum tíma slegið Íslandsmetin í 60 og 200 metra hlaupi innanhúss. Hann segist nú vera að sýna nokkuð sem hann vissi lengi að hann gæti. Kolbeinn vakti fyrst athygli fyrir um áratug þegar þessi 27 ára Akureyringur fór að setja sín fyrstu Íslandsmet, í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur síðan æft og keppt fyrir FH síðustu ár, og einnig Memphis-háskólann þegar hann bjó í Bandaríkjunum, og er eins og fyrr segir orðinn fljótasti maður landsins. Kolbeinn sló nefnilega 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika í janúar, með því að hlaupa á 6,68 sekúndum, og svo eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um helgina þegar hann hljóp á 21,03. Gamla metið hans var 21,21 sekúndur. „Alltaf fundið það innst inni að ég væri betri“ „Upplifunin er þannig og ég hef alltaf fundið það innst inni að ég væri betri en það sem ég hef verið að sýna síðustu ár. Það getur verið rosalega frústrerandi að trúa því upp á sjálfan sig að maður eigi að vera á betri stað en maður er. En loksins er maður að sýna fram á það að maður sé á þessum stað sem maður trúði alltaf á,“ sagði Kolbeinn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom fram að þrátt fyrir að Kolbeinn væri fljótasti maður landsins nyti hann engra sérstakra styrkja úr Afrekssjóði. „Það mætti vera mun betur staðið að þessu. Mín persónulega skoðun er að það ætti að aðstoða fólk við að komast á þetta „level“. Ekki bíða eftir því að það vinni sig þangað sjálft og fara síðan að henda í það peningum. En ég er svo sem ekki við stjórnvölinn og hef ekkert um það að segja. En vonandi með komu Vésteins [Hafsteinssonar, nýráðins afreksstjóra ÍSÍ] til landsins þá breytist þetta, og breytist vonandi fljótt því ég á ekki mikið eftir í þessu,“ sagði Kolbeinn hlæjandi. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Sjá meira
Kolbeinn vakti fyrst athygli fyrir um áratug þegar þessi 27 ára Akureyringur fór að setja sín fyrstu Íslandsmet, í 200 og 400 metra hlaupum. Hann hefur síðan æft og keppt fyrir FH síðustu ár, og einnig Memphis-háskólann þegar hann bjó í Bandaríkjunum, og er eins og fyrr segir orðinn fljótasti maður landsins. Kolbeinn sló nefnilega 30 ára gamalt Íslandsmet í 60 metra hlaupi innanhúss á Nike-mótaröðinni í Kaplakrika í janúar, með því að hlaupa á 6,68 sekúndum, og svo eigið Íslandsmet í 200 metra hlaupi á Reykjavíkurleikunum um helgina þegar hann hljóp á 21,03. Gamla metið hans var 21,21 sekúndur. „Alltaf fundið það innst inni að ég væri betri“ „Upplifunin er þannig og ég hef alltaf fundið það innst inni að ég væri betri en það sem ég hef verið að sýna síðustu ár. Það getur verið rosalega frústrerandi að trúa því upp á sjálfan sig að maður eigi að vera á betri stað en maður er. En loksins er maður að sýna fram á það að maður sé á þessum stað sem maður trúði alltaf á,“ sagði Kolbeinn í Sportpakkanum á Stöð 2 í gærkvöld. Þar kom fram að þrátt fyrir að Kolbeinn væri fljótasti maður landsins nyti hann engra sérstakra styrkja úr Afrekssjóði. „Það mætti vera mun betur staðið að þessu. Mín persónulega skoðun er að það ætti að aðstoða fólk við að komast á þetta „level“. Ekki bíða eftir því að það vinni sig þangað sjálft og fara síðan að henda í það peningum. En ég er svo sem ekki við stjórnvölinn og hef ekkert um það að segja. En vonandi með komu Vésteins [Hafsteinssonar, nýráðins afreksstjóra ÍSÍ] til landsins þá breytist þetta, og breytist vonandi fljótt því ég á ekki mikið eftir í þessu,“ sagði Kolbeinn hlæjandi.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Sjá meira