Spjallað um hönnun - Rut Kára gefur góð ráð Módern 10. febrúar 2023 15:01 Rut Kára og Úlfar Finsen ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks Rut Káradóttir er einn af okkar fremstu innanhússarkitektum og löngu orðin þekkt fyrir stílhreina og hlýlega hönnun. Verk hennar einkennast af samspili lýsingar, vandaðra efna og hlýlegra jarðtóna sem skila sígildu yfirbragði. Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð. Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af. Húsgögnin og uppröðunin á þeim í stofunni á að þjóna þörfum fjölskyldunnar „Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið. Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut. Jarðtónar og hlýleg stemning eru aðalsmerki Rutar Kára Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins. Húsgögnin frá Minotti eru sérframleidd eftir óskum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu. „Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki. „Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz." Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar. Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Sjá meira
Verslunin Módern vinnur náið með arkitektum og innanhússráðgjöfum og veitir viðskiptavinum ráðgjöf við val á réttum húsgögnum og vinnur teikningar út frá myndum af rýminu. Úlfar Finsen, eigandi verslunarinnar Módern ræddi við Rut um áherslur í innanhússhönnun í dag. Þau ræða meðal annars breytt hlutverk rýmis í takt við breyttan lífsstíl nútímafólks og Rut gefur góð ráð varðandi val á húsgögnum, uppröðun, liti og áferð. Rut segir meðal annars tilgang stofunnar á heimilum hafa breyst í tímans rás. Það sé ekki endilega sniðugt að hanna stofuna eingöngu fyrir veisluhöld og partý. Gestir sitji langoftast áfram við borðstofuborðið eftir matarboð og stofan er notuð af fjölskyldumeðlimum til að horfa á sjónvarp, vinna í tölvunni, lesa og slappa af. Húsgögnin og uppröðunin á þeim í stofunni á að þjóna þörfum fjölskyldunnar „Mér finnst alltaf skemmtilegast að allir sem sitji í stofunni horfi í fallegustu og bestu áttina og raði stofunni upp þannig,“ segir Rut og bendir á að henni finnist að sjónvarp ætti síður að sjást frá götunni, það sé ekki skemmtilegt að horfa í hnakkann á íbúum. „Mér hefur alltaf þótt mikilvægt að það sé fallegt að horfa heim að húsum,“ segir hún. Hlýlegt andrúmsloft og róleg stemning eru hennar útgangspunktar í allri hönnun. „Mér finnst skemmtilegt þegar búin er til mismunandi stemning með húsgögnum út um allt húsið. Ég er alltaf hrifin af rólegum, hlýlegum jarðtónum en í fjölbreyttum áferðum. Það skapar notalega stemningu í húsinu,“ segir Rut. Jarðtónar og hlýleg stemning eru aðalsmerki Rutar Kára Láta sérframleiða húsgögn fyrir viðskiptavini Verslunin Módern býður upp á hágæða hönnun í húsgögnum, lýsingu og gjafavöru frá heimsþekktum hönnuðum og þar er hægt að fá sérpöntuð húsgögn sem eru sérframleidd alveg eftir óskum og þörfum viðskiptavinarins. Húsgögnin frá Minotti eru sérframleidd eftir óskum. „Við leggjum ríka áherslu á persónulega þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina. Til okkar má alltaf koma með myndir og teikningar og við hjálpum viðskiptavinum að velja og raða saman möguleikum,“ segir Úlfar Finsen en hann stofnaði Módern árið 2006 með það að leiðarljósi að bjóða það besta í Evróprskri húsgagnahönnun og framleiðslu. „Húsgögnin sem við seljum eru vönduð og framleidd af mikilli nákvæmni af leiðandi handverksfólki. „Okkar virtustu vörumerki koma meðal annars frá Ítalíu, Danmörku og Þýskalandi. Frá Ítalíu eru það Minotti, Flexform, Baxter og Poliform og ljós frá Nemo. Frá Danmörku eru það framleiðendurnir Wendelbo, Kristensen & Kristensen og Handvark og frá Þýskalandi, Cor og Rolf Benz." Húsgögnin okkar eru lang flest umhverfisvottuð og smíðuð til að endast og endast. Vörumerkin sem við bjóðum eru þekkt um allan heim meðal hönnuða og arkitekta fyrir framúrstefnulega hönnun og óviðjafnanleg gæði," segir Úlfar.
Hús og heimili Tíska og hönnun Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Clooney orðinn franskur Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Fleiri fréttir Hvað veldur rafmögnuðu hári og hvernig má losna við það? Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Mikils virði að gefa fólki frelsi til að velja Fjölbreyttir jólasmáréttir frá Kjarnafæði Snéru upp á klassískt jólalag Jólaundirbúningurinn byrjar í KiDS Coolshop Augnablikin sem urðu að minni þjóðar Setningar sem eiga skilið innrömmun Konráð kveður á mildan hátt Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Íslensk nauta- og sælkeratólg slær í gegn Sú besta hingað til Sjórinn er enn á sínum stað Þroskuð húð fær aukinn ljóma Mzungu þýðir ekki annað en trúgjörn bráð Amor svífur yfir Norðurlandi Aftenging í sítengdum heimi Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Metsölulisti og enn betra bókaverð í Nettó Hröð og skemmtileg rússíbanareið EKOhúsið sér um umhverfisvænu jólagjafirnar Ekkert betra en sú þerapía að rifja sitt eigið líf upp Næturserum fyrir hárið – bylting í hárumhirðu Glóandi hættulestur Árni Már og Unnar Ari opna vinnustofuna á laugardaginn Fólk hafði af því miklar áhyggjur að ég ætlaði að „pipra“ Fallegu jólagjafirnar fást í Maí Alvöru ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar Pöbbkviss 5 söluhæsta spil landsins Gefðu töfrandi skemmtun í jólagjöf Sjá meira