Sport

Erna Sól­ey stór­bætti eigið met og á nú fjór­tánda lengsta kast ársins á heims­vísu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Erna Sóley.
Erna Sóley. mynd/frí

Erna Sóley Gunnarsdóttir úr ÍR stórbætti eigið met í kúluvarpi þegar hún kastaði 17,70 metra á móti í Albuquerque í Bandaríkjunum. Hún hefur nú slegið metið um 75 cm á rúmri viku.

Erna Sóley er greinilea í hörkuformi í kúluvarpinu. Hún sló Íslandsmetið á móti í Texas þann 27.janúar þegar hún kastaði 17,34 metra. Fyrir það mót hafði hún lengst kastað 16,95 metra.

Í nótt gerði hún sér hins vegar lítið fyrir og kastaði kúlunni 17,70 metra á móti í Albuquerque í Bandaríkjunum og sló því eigið Íslandsmet. Þetta var síðasta kast hennar í keppninni.

Kast Ernu er ellefta lengsta kastið í Evrópu í ár og það fjórtánda lengsta á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×