Covid faraldur á Djúpavogi og þorrablóti frestað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2023 12:04 Íbúar í Djúpavogi glíma margir hverjir við veikindi þessa dagana en fjölmörg Covid smit hafa greinst undanfarið í bænum. Vísir/Vilhelm Þorrablóti sem til stóð að halda á Djúpavogi í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda sem herja á bæjarbúa en fjölmargir íbúar hafa greinst með Covid-19 undanfarna daga. Skólastjóri og formaður þorrablótsnefndar eru meðal þeirra sem greinst hafa með veiruna. Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Þorrablótinu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað um tvær vikur. Í samtali við fréttastofu staðfesti Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar að blótinu hefði verið frestað vegna veikinda, bæði hjá íbúum bæjarins og aðilum í nefndinni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 í vikunni. „Við vorum í góðu samtali við Heilbrigðisstofnun Austurlands og tókum ákvörðum út frá því samtali um að fresta þorrablótinu. Án þess þó að þau segðu beinlínis af eða á, við tókum þessa ákvörðun,“ segir Jóhanna. Jóhanna Reykjalín, formaður þorrablótsnefndar er með Covid líkt og fjölmargir aðrir á Djúpavogi. Facebook Engar sóttvarvarnarráðstafanir eða leiðbeiningar eru í gildi og segir Jóhanna að það hefði í raun verið betra ef það væri skýr rammi frá stjórnvöldum varðandi ráðstafanir þegar þessi staða kemur upp. Uppsafnað slúður síðan 2020 Jóhanna segist ekki vita til þess að neinn væri alvarlega veikur en fólk væri með þessi hefðbundnu flensueinkenni. Sjálf greindist hún jákvæð fyrir Covid-19 fyrr í vikunni og segir það gilda um fleiri í þorrablótsnefndinni og börn þeirra. „Þetta er auðvitað fámennur bær. Við ákváðum að hugsa eins og þríeykið og reyna að fletja úr kúrfuna svo að samfélagið færi ekki alveg á hliðina,“ segir Jóhanna. „Við vitum svo sem ekkert hvernig staðan verður eftir tvær vikur en við mátum það sem svo að það væri álitlegur tími til að jafna sig.“ Jóhanna segir engan ósáttan við frestunina heldur þvert á móti. „Ég held að það hafi bara allir verið glaðir yfir því að þessu væri frestað. Þetta er mikilvægur samfélagslegur viðburður og við viljum auðvitað að sem flestir komist. Þetta er fyrsta þorrablótið í þrjú ár, við erum búin að safna slúðri síðan í febrúar 2020.“ Skólastjóri á meðal smitaðra Þorbjörg Sandholt skólastjóri grunnskólans á Djúpavogi er ein af þeim sem eru með Covid-19. Aðeins mætti um helmingur nemenda í skólann í síðustu viku auk þess sem margir starfsmenn voru fjarverandi. Þorbjörg vill þó ekki gera mikið úr málinu og segir alls óljóst hvort um sé að ræða covidfaraldur eða árstíðabundna flensu. „Staðan er sú að það er flensa og það eru engar reglur í gildi svo fólk er að reyna taka ábyrgð. Það eru alltaf forföll í grunnskólanum á þessum árstíma, vissulega svolítið extra mikið núna,“ segir Þorbjörg. „Við erum að reyna að ná utan um aðstæður, það er margt í gangi, flensa, vont veður og covid. Mér finnst þetta svolítið blásið upp," sagði Þorbjörg. Þorrablótið mun fara fram 18.febrúar næstkomandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðisstofnun Austurlands Múlaþing Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira