Sturlaðar staðreyndir um græðgi! Ragnar Þór Ingólfsson skrifar 3. febrúar 2023 13:01 Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnar Þór Ingólfsson Stéttarfélög Íslenskir bankar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Sjá meira
Yfirdráttarvextir vs. dráttarvextir Yfirdráttarvextir eru 13,75% hjá öllum þremur bönkunum. Vextir greiddir út mánaðarlega þannig að raunverulega eru vextirnir 14,65% Dráttarvextir hjá SÍ eru 13,75%. Dráttarvextir greiddir á tólf mánaða fresti 1 m.kr. í yfirdrátt á ári þá eru vextir bankanna 146.505 kr. ef þeir væru á dráttarvöxtum þá væru vaxtagjöldin 137.500 eða 11.500 kr. lægri á ári. Vextir á veltureikningum miðað við viðskiptareikning bankanna hjá SÍ Vextir á veltureikningum eru: ISB 0,75% LAIS 0,75% ARION 0,40% Vextir á viðskiptareikningi bankanna hjá Seðlabanka Íslands eru í dag 5,75% Bankarnir greiða viðskiptavinum sínum 0,4-0,75% í vexti á viðskiptareikningum en þeir fá síðan 5,75% vexti á sínum viðskiptareikningum hjá Seðlabanka Íslands. Álagning bankann á veltureikningum eru því 1338% hjá Arion banka en hún er aðeins 667% hjá Íslandsbanka og Landsbankanum. Munurinn á því hvort þú sért svo í mínus eða plús á veltureikningnum í bankanum þínum er síðan sérstakt umræðuefni en ef þú ert í plús færðu 0,4-0,75% í vexti en ef þú ferð í mínus fara þeir í 13,75% (14,65%) Vextir á veltureikningum einstaklinga (Debitkortareikningi) hjá Arion banka 1. október 2021 voru 0,05%. Í dag eru þessir vextir 0,40%. Stýrivextir Seðlabankans þann 1. október 2021 voru 1,25% en eru í dag 6% hafa hækkað um 4,75% á meðan að vextir á veltureikningum hafa hækkað um 0,35%. Vextir á yfirdráttarreikningum voru 9% þann 1. október 2021 en eru í dag 13,75% og hafa hækkað um 4,75% eða það sama og stýrivextir Seðlabankans. Hagnaður fjármálafyrirtækja meiri en samanlagður hagnaður sjávarútvegs og iðnaðar 2021 Heildarhagnaður allra íslenskra fyrirtækja var 434 milljarðar árið 2021 skv. Tölum frá Creditinfo. Af því voru bankar og vátryggingafélög með 28% á meðan sjávarútvegur hagnaðist 15% og framleiðsla um 9%. Það var meiri hagnaður hjá fjármálafyrirtækjunum heldur en samanlagður hagnaður af sjávarútvegi og framleiðslu á árinu 2021 Hreinar vaxtatekjur aukning milli 2021 og 2022. Aukin álagning sem hver þarf að greiða? Áætla má að aukning hreinna vaxtatekna bankanna verði um 27 milljarðar á árinu 2022. Á samkeppnismarkaði kæmust bankar ekki upp með að auka álagningu sína á milli ára. Nú fara bankarnir að birta afkomu tölur sínar fyrir síðasta ár. Landsbankinn hefur birt sínar tölur og kemur í ljós að viðskiptavinir bankans eru að greiða hækkandi álag sem vegur upp tap bankans á hlutabréfum. Það er einnig ljóst að fullyrðingar bankanna um að lækkun bankaskatts hafi verið lykilforsenda þess að lækka álögur á viðskiptavini hefur ekki gengið eftir heldur hið þveröfuga gerst. Pálmi Einarsson, einn af mörgum sem barist hafa fyrir samfélagsbanka skrifaði: "Eitt allra stærsta vandamál samtímans bæði hér á landi og erlendis er spilling stjórnmálamanna og í banka- og peningakerfi heimsins. Bankar framleiða ekkert, engar vörur og skapa engin raunveruleg þrívíð verðmæti." Ef Seðlabankinn tekur upp á því að hækka hér stýrivexti mun það ýta undir enn frekari tilfærslu á fjármunum frá skuldsettum heimilum og fyrirtækjum til bankanna. Er furða að helstu viðmælendur og greiningaraðilar sem kallaðir eru til sem álitsgjafar koma úr fjármálakerfinu? Þeir kalla beinlínis eftir því að Seðlabankinn hækki vexti. Og tala þannig undir rós til gamals vinar og kollega úr þeirra röðum. Við skulum því alveg búa okkur undir að sú sturlun sem við okkur blasir haldi ekki aðeins áfram heldur verði enn sturlaðri. Höfundur er formaður VR.