Messi útilokar ekki að spila á HM 2026 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. febrúar 2023 09:30 Lionel Messi fagnar heimsmeistaratitlinum eftir sigurinn á Frakklandi í úrslitaleiknum á HM í Katar. Getty/Chris Brunskill Lionel Messi ætlaði að kveðja argentínska landsliðsins á HM í Katar en það breyttist mikið eftir að hann vann heimsmeistaratitilinn í fyrsta skiptið. Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose. HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira
Messi tilkynnti strax eftir úrslitaleikinn að hann ætlaði ekki að hætta að spila fyrir Argentínu og nú hefur kappinn gengið enn lengra. Messi vill nefnilega ekki útiloka það að spila með Argentínu á HM í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó sumarið 2026 og reyna þar að verja heimsmeistaratitilinn. View this post on Instagram A post shared by MESSI BARCELONA | HDR (@messihdr) Messi, sem er orðinn 35 ára, mun halda upp á 39 ára afmælið sitt á meðan heimsmeistaramótinu stendur. Hann viðurkennir góðfúslega að aldurinn gæti sett strik í reikninginn. „Vegna aldursins verður erfitt að spila til 2026. Ég elska fótbolta og á meðan mér finnst ég vera í góðu formi og nýt þess að spila þá vil ég halda áfram í fótbolta,“ sagði Lionel Messi við argentínska blaðið Diario Olé. „Það er samt eins og það sé mjög langur tími í næsta heimsmeistaramót en þetta fer allt eftir því hvernig ferillinn minn stendur á þeim tímapunkti,“ sagði Messi. Messi sagði líka frá því að hann hafi passað upp á allt frá úrslitaleiknum allt frá treyjunni niður í skóna og allt sem tengdist þessum tímamótaleik fyrir feril hans. View this post on Instagram A post shared by Khaleej Times (@khaleejtimes) Lionel Scaloni, þjálfari argentínski landsliðsþjálfarinn, hefur áður lýst því yfir að dyrnar í landsliðið stand Messi opnar og Scaloni telur að Messi geti náð öðru heimsmeistaramóti og um leið orðið sá fyrsti til að spila á sex heimsmeistaramótum. Það eru fleiri met í boði. Hann sló leikjamet HM í úrslitaleiknum og er nú kominn með þrettán mörk í úrslitakeppni HM eða bara þremur mörkum færra en methafinn Miroslav Klose.
HM 2026 í fótbolta Argentína Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Snævar setti heimsmet Sport Fleiri fréttir Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Sjá meira