Norðmenn sinna loftrýmisgæslu við Ísland með öflugustu orrustuflugvélum heims Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 5. febrúar 2023 10:00 Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins Vísir/ Egill Áttatíu manna norskt herlið auk fjögurra orustuþota af gerðinni F-35 sinna nú loftrýmisgæslu á Íslandi á vegum Atlandshafsbandalagsins. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu. Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Þetta er í sjöunda sinn sem Norðmenn sinna loftrýmisgæslu á Íslandi fyrir NATO, en í þriðja sinn sem þeir eru hér á landi með F-35 orustuvélarnar. Fjórar vélar eru með í för og þar af eru tvær ávallt viðbúnar undir svokallað hnökralaust viðbragð ef til þess kæmi. Almenningur haldi í sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð Strangar öryggiskröfur gilda í kringum vélarnar. Til að mynda var fréttamanni og ljósmyndara gert að halda sig í að minnsta kosti sjö metra fjarlægð og ekki var leyfilegt að taka myndir af vélunum á farsíma. Þungvopnaðir hermenn gæta vélanna allan sólarhringinn. Það er einnig hluti af þjálfun hermannanna. „Við erum með okkar eigin verði sem vernda tæknibúnað og starfsmenn, en þetta er líka æfingaferð fyrir þá,“ segir Trond Haugen, undirofursti. „Ísand er auðvitað vinaland svo við þurfum ekki svo marga verði en þjálfun þeirra er líka hluti af verkefninu." Nútímalegasta orrustuflugvél heims Vélarnar búa yfir gríðarlegum hátæknibúnaði og uppfylla þarf margra ára stranga þjálfun til að geta flogið þeim. „Þetta er nútímalegasta orrustuflugvélin í heiminum núna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Hann segir vélina hafa mikla getu hvað varðar skynjara og við samhæfingu með öðrum aðilum, bæði landher, sjóher, sérsveitum og öðrum flugherjum. „Svo þetta er mjög öflugur vettvangur hvað varðar skynjara og vopn", segir Rolf. F-35 eru með öflugustu herflugvélum heims en ein slík kostar á bilinu þrettán til fimmtán milljarða íslenskra króna. Vísir/Egill Aðspurðir um hvort stríðið í Úkraínu hafi áhrif á gæsluna eða verkefni flughersins hér á landi segja yfirmenn svo ekki vera en það hafi áhrif á samheldni NATO.„Ég held að við séum jafnvel enn sterkari saman nú um stundir. Þess vegna er mikilvægt fyrir okkur að koma hingað til Íslands og hafa eftirlit með öllu langflugi í kringum eyjuna," segir Rolf Folland, ofursti og yfirmaður norska flughersins. Áætlað er að norski herinn verði á landinu fram í miðjan febrúar og sinni loftrýmisgæslu.
Hernaður NATO Utanríkismál Noregur Öryggis- og varnarmál Tengdar fréttir Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04 130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30 Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15 Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Alls ekki og engan veginn“ sé hægt að hagga ESB Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Sjá meira
Norski flugherinn á leið til landsins með fjórar F-35 orrustuþotur Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju með komu norska flughersins. 17. febrúar 2020 13:04
130 manna norskt herlið og herþotur fyrir á sjötta tug milljarða sinna gæslu á Íslandi Norðmönnum mikilvægt að geta sýnt heiminum nýfenginn styrk sinn sem fylgir F-35 orrustuþotunum. Að bera saman F-35 og F-16 þotur er eins og að bera saman gamlan Volvo og nýja Teslu. 2. mars 2020 17:30
Ný kynslóð orrustuvéla sinna loftrýmisgæslu við Ísland Sex F-35 orrustuþotur, frá ítalska flughernum, eru þessar vikurnar gerðar út frá Keflavíkurflugvelli í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins. Þoturnar eru af nýrri kynslóð orrustuþotna og eru einungis notaðar til gæsluverkefna utan átakasvæða. 9. október 2019 20:15