„Þetta verður algjört hörkumót“ Sindri Sverrisson skrifar 3. febrúar 2023 12:01 Vitor Charrua er líklegur til afreka á pílukastmótinu á Reykjavíkurleikunum. Stöð 2 Sport Fremstu pílukastarar landsins fá samkeppni frá erlendum keppendum í kvöld og á morgun þegar keppni í pílukasti fer fram á Reykjavíkurleikunum, RIG. Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook. Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira
Riðlakeppnin fer fram í kvöld þar sem alls 78 karlar og 12 konur taka þátt. Allir keppendur komast áfram í útsláttarkeppnina á morgun en þau efstu í hverjum riðli sitja þar hjá í 1. umferð. Undanúrslit og úrslit karla, og úrslit kvenna, verða svo í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, frá Bullseye á Snorrabraut, og hefst útsendingin klukkan 19:15 annað kvöld. Pílukast hefur verið hluti af RIG síðustu ár og fer mótið sístækkandi í takti við aukinn áhuga á Íslandi. Hópur erlendra keppenda er með á mótinu í ár. Riðlana má sjá hér. „Það er bara frábært að sjá hve margir koma að utan. Ég þekki nú ekki styrkleika þeirra keppenda en þetta eru ábyggilega mjög góðir spilarar því menn eru ekki að ferðast landa á milli til að spila nema að hafa eitthvað til málanna að leggja. Þau tvö sem að sigra þetta mót fá svo boð inn á mót hjá World Dart Federation, svo það er mikið undir,“ segir Páll Sævar Guðjónsson sem mun lýsa keppninni á Stöð 2 Sport annað kvöld. Margir spennandi riðlar „Þetta verður mjög skemmtilegt mót. Það er frábær þátttaka og mikið af mönnum sem eru að koma í fyrsta sinn inn á svona stórt mót, sem er mjög spennandi. Það eru margir mjög spennandi riðlar þarna og þetta verður algjört hörkumót,“ segir Páll og það er vandasamt að spá fyrir um úrslit. „Það verða eflaust einhver óvænt úrslit en það eru svakalega öflugir menn þarna eins og Vitor Charrua, Halli Egils, Þorgeir Guðmunds og fleiri. Svo er gaman að sjá þarna Pál Árna Pétursson, sjómann úr Grindavík. Hann er greinilega í landi, frábær pílukastari. Þetta verður meiriháttar í alla staði,“ segir Páll. Úrslitin ráðast í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport klukkan 19.15 á morgun. Í kvöld og á morgun verður hægt að horfa á beinar útsendingar á Live Darts Iceland á Facebook.
Pílukast Reykjavíkurleikar Mest lesið Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti „Gjörsamlega glórulaust“ Handbolti „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Handbolti Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar Handbolti „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Handbolti Alfreð stóð með Degi: „Ekki eins og best verður á kosið“ Handbolti „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig Handbolti Fleiri fréttir EM-Pallborðið: Rýnt í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Danmörk - Ísland | Undanúrslit í gini ljónsins PGA-mótaröðin endurheimtir helsta skúrkinn af LIV Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta „Langstærsta prófið“ en Danir hafa misstigið sig „Megum ekki gleyma því að við erum frábærir líka“ Sömu og dæmdu í sigrinum á Svíum en fyrst dæma Íslendingar „Þá myndu þeir ljúga að mér“ Sprenghlægileg tilþrif: „Sérstakt ef 27 ára barnlaus maður væri alltaf í Skopp“ „Aðrir sjá um að tuða yfir því“ Ísland næstbesta sóknarlið EM en því miður er Danmörk best Aldrei séð Dag svona reiðan Dæmd í bann fyrir að veðja á frjálsar íþróttir „Þetta eru bara menn sem vilja mikið og meira“ Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Dagskráin: Körfuboltakvöld, stórleikur í Garðabæ og dregið í Meistaradeild „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ „Lítill stuðningur við strákana okkar að auglýsa í fjölmiðlum“ Fundu loksins boxarann eftir tveggja vikna leit „Geggjað að fá að vera í þessari stöðu og hitta úr þessum skotum“ Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli „Þetta gefur mér vonir um að við getum barist um þetta“ Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 101-96| Gríðarlega mikilvægur sigur fyrir heimamenn Sjötti sigur Valskvenna í röð og KA/Þór vann Stjörnuna Sjá meira