Viðskipti innlent

Nánast öllu starfs­fólki Cyren sagt upp

Bjarki Sigurðsson skrifar
Hallgrímur Thorberg Björnsson er yfirmaður hjá Cyren á Íslandi.
Hallgrímur Thorberg Björnsson er yfirmaður hjá Cyren á Íslandi. Vísir/Vilhelm

Nánast öllu starfsfólki tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren hefur verið sagt upp, þar af þrjátíu starfsmönnum á Íslandi. Móðurfyrirtækið stendur á barmi gjaldþrots þrátt fyrir að rekstur íslensku deildarinnar hafi gengið vel. 

Hallgrímur Thorberg Björnsson, yfirmaður hjá Cyren á Íslandi, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Í gær barst flestum uppsagnarbréf eins og þruma úr heiðskíru lofti. 

„Þetta kemur öllum gífurlega á óvart. Þetta er ákvörðun sem var tekin af yfirstjórn fyrirtækisins í Bandaríkjunum og flestir fá uppsagnarbréf í gær. Þetta eru þrjátíu starfsmenn sem eru gríðarlega hæfleikaríkir með mikla sérþekkingu. Þetta eru gríðarleg vonbrigði sérstaklega þar sem reksturinn sem við berum ábyrgð á hér á Íslandi gekk afar vel. En móðurfélagið er í miklum vandræðum,“ segir Hallgrímur. 

Fyrirtækið er ekki alveg orðið gjaldþrota en í fréttatilkynningu sem móðurfyrirtækið sendi frá sér í gær segir að til þess að auka lausafé fyrirtækisins þurfi að ráðast í þessa aðgerð. 


Tengdar fréttir

Kapp­kosta við þjálfun starfs­fólks til að geta sinnt verk­efnum kollega sinna á flótta í Úkraínu

Starfsmenn tölvuöryggisfyrirtækisins Cyren í Hafnarfirði vinna nú hörðum höndum að því að þjálfa starfsmenn sína þannig að þeir geti tekið að sér verkefni sem hafa verið á könnu kollega sinna á starfstöð fyrirtækisins í Kænugarði í Úkraínu. Starfsmenn fyrirtækisins í Úkraínu hafa margir neyðst til að flýja höfuðborgina á síðustu dögum og hefur því þurft að bregðast við með undirbúa flutning verkefna annað til að hægt sé að tryggja áfram tölvu- og netvarnir viðskiptavina alls staðar um heim.

Commtouch heitir nú CYREN

Bandaríska tæknifyrirtækið Commtouch Software Ltd., sem keypti vírusvarnahluta Friðriks Skúlasonar ehf., heitir nú CYREN.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×