Og hvað svo? Tryggvi Sch. Thorsteinsson skrifar 2. febrúar 2023 14:30 Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynþáttafordómar Mest lesið Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Hann var ábúðarfullur embættismaður Reykjavíkurborgar sem var í beinni útsendingu í Kastljósinu þann 13. okt síðastliðinn. „Ég er bara miður mín“ voru hans fyrstu viðbrögð eftir að hafa horft á tvö innslög um kynþáttafordóma í skólum á Ísland. Jafnframt upplýsti hann seinna í viðtalinu að starfshópur um aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi ætti að skila af sér sínu verki í nóvember. Í kjölfarið af þessari umfjöllun stóð foreldrafélag í RVK fyrir fræðslukvöldi fyrir foreldra um kynþáttafordóma. Daginn fyrir umrætt fræðslukvöld var formanni Skóla- og frístundaráðs RVK bent á að flott gæti verið ef sá aðili mætti til að fræðast og um leið senda ákveðin skilaboð út í samfélagið. Svarið var, „Nei ég er að fara í matarboð sem búið var að skippuleggja fyrir löngu“. Þetta er nefnilega því miður málið. Viljinn til að uppræta þessa meinsemd er svo lítill í íslensku samfélagi, forgangurinn svo lágur. Hversu oft höfum við ekki heyrt: „mikið er sorglegt að heyra þetta“, „ég bara trúi þessu ekki“ og síðan ekki söguna meir. Þegar skólabyggingar standast ekki kröfur þá ganga forsvarmenn foreldrafélaganna fram fyrir skjöldu hver í kapp við annan, koma fram í fjölmðlum og lýsa þar yfir óánægju og óviðunandi ástandi ásamt því að skora á yfirvöld að gera eitthvað í málunum strax. Mér vitanlega hefur því miður ekkert foreldrafélag lýst yfir óánægju sinni með hvernig haldið er utan um þau mál er varðar kynþáttafordóma né sett þrýsting á að viðkomandi yfirvöld bregðist ekki seinna en strax við og geri eitthvað í málunum - sem því miður koma reglulega upp. Mætingin á fræðslukvöldið síðasta haust var skammarlega léleg, ég fékk tölvupóst frá skólanum viku fyrir jól þar sem mér var tilkynnt að barnið mitt hefði orðið fyrir rasískri orðræðu. „Var þetta formlega skráð?“ spurði ég, „nei við lítum á að tilkynningin í tölvupóstinum jafngildi skráningu“. Nú er febrúar 2023, á virkilega að halda áfram að gera ekki neitt? Höfundur er áhugamaður um samfélag án kynþáttafordóma.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun