„Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2023 07:01 Ingunn Agnes Kro er stjórnarformaður Votlendissjóðs. Vísir/Sigurjón Stjórnarformaður Votlendissjóðs segir afköst sjóðsins á síðasta ári óásættanleg. Stjórnendur líti í eigin barm nú þegar verulega hefur verið dregið úr rekstri sjóðsins og framtíð hans í uppnámi. Hún hefur þó enn tröllatrú á vísindunum að baki verkefninu. Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn. Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Það var hátíðleg stund á Bessastöðum í apríl 2018 þegar Votlendissjóður tók formlega til starfa. Kynntar voru stórhuga fyrirætlanir um endurheimt votlendis. En nú, nær fimm árum eftir stofnun, er útlitið svart. Of fáir bjóða fram jarðir, að sögn sjóðsins. „Auðvitað horfum við fyrst í eigin barm,“ segir Ingunn Agnes Kro, stjórnarformaður Votlendissjóðs. „En svo eru líka ytri aðstæður sem eru ekki að hjálpa til.“ Skrúfað hefur verið fyrir aðalfjármögnunarleiðina, sölu á svokölluðum kolefniseiningum sem fyrirtæki áttu að geta kolefnisjafnað sig með. Einingarnar fást nefnilega ekki vottaðar - sem þyði þó ekki að þær séu einskis nýtar. „Þetta eru ný viðmið sem eru bara nýbúin að taka gildi. Þannig að allt sem hefur verið sagt í fortíðinni það þarf ekki endilega að vera rangt,“ segir Ingunn. Eini starfsmaður sjóðsins, framkvæmdastjórinn Einar Bárðarson, hættir vegna stöðunnar. Helmingur resktrargjalda sjóðsins árið 2021 fór enda í laun og launatengd gjöld - en aðeins þriðjungur í endurheimt. Miðað er við að hægt sé að endurheimta um 100.000 hektara af framræstu votlendi á Íslandi. Votlendissjóður endurheimti aðeins 79 hektara í fyrra, langt undir 0,1 prósenti af endurheimtanlegu votlendi semsagt. Óásættanlegt að mati stjórnarformannsins - sem hefur þó fulla trú að vísindunum að baki verkefninu. „Við höfum allan tímann frá upphafi fengið landgræðsluna í að mæla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir og eftir framkvæmdir þannig að við erum nákvæmlega viss um hver er árangur hverrar og einnar framkvæmdar hjá okkur,“ segir Ingunn.
Umhverfismál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira