Bræðurnir voru leiddir fyrir dóma í dag þar sem áfrýjun þeirra á gæsluvarðhaldsúrskurði var tekin fyrir. Gæsluvarðhald þeirra var framlengt um miðjan janúar og þurfa þeir að sitja inni til 27. febrúar. Þeir áfrýjuðu dómnum en var hafnað.
Lögreglan hefur enn ekki ákært bræðurna en þeir eru grunaðir um að hafa stofnað hóp sem stundaði skipulagða glæpastarfsemi sem fólst í því að þvinga konur til framleiðslu klámefnis sem dreifa hafi átt á sérstökum áskriftarsíðum á netinu. Þeir fluttu báðir til Rúmeníu fyrir fimm árum síðan.
Margir tökumenn og fréttamenn voru á svæðinu þegar þeir voru leiddir inn og út úr dómhúsinu. Tate kallaði á fjölmiðla að hann væri saklaus og að sannleikurinn myndi koma í ljós. Þá sé lögreglan ekki með nein sönnunargögn gegn honum.