Þar kemur fram að leitin hafi verið skipulögð fyrirfram og forsetinn lagt blessun sína á húsleitina. Samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins tengist leitin stærri rannsókn FBI á meðferð forsetans á leynilegum skjölum. Lögregluembættið hefur ekki tjáð sig um leitina.
Alríkislögreglan gerði húsleit á heimili forsetans í Delaware um miðjan janúar og fundust þá sex skjöl sem merkt voru sem leynileg gögn. Biden gaf rannsakendum einnig leyfi til húsleitar þá. Það var ekki fyrsta skipti sem leynileg skjöl fundust í fórum forsetans.
Slík skjöl hafa fundist á einkaskrifstofu hans, heimili og bílskúr en þau eru frá þeim tíma sem Biden var varaforseti Baracks Obama og þess tíma sem hann var öldungadeildarþingmaður.
Lögum samkvæmt hefði Biden átt að skila þeim til Þjóðskjalasafns Bandaríkjanna þegar Obama lét af embætti forseta og Biden af embætti varaforseta.
Samkvæmt lögum þarf maður að taka skjöl vísvitandi án heimildar til að glæpur hafi verð framinn. Biden hefur lýst yfir furðu á að leynileg skjöl hafi fundist í vörslu hans.