„Ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn” Máni Snær Þorláksson skrifar 1. febrúar 2023 15:16 Þorkell bjóst við að skemmdirnar yrðu meiri en það sér þó á bílnum. Þorkell Þorkelsson Þorkell Þorkelsson var að keyra á Suðurlandsvegi klukkan rétt rúmlega 16 í gær þegar hann mætti stærðarinnar snjóruðningstæki sem var að keyra á hinni akreininni. Bíll Þorkels varð fyrir skemmdum og hann leitar nú að ökumanni tækisins. „Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.” Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Hann er að keyra þarna á móti mér á töluverðri ferð og nær að ausa svona gjörsamlega yfir okkur,” segir Þorkell í samtali við Vísi um málið. „Strókurinn stóð örugglega í svona fimm, sex, sjö metrum. Bíllinn sem var svona sex, sjö metrum fyrir framan mig – hann hvarf bara í klakaregni, bókstaflega, svörtu klakaregni. Ég reyni eitthvað að hægja á mér en maður er náttúrulega bara að keyra þarna, hvað á maður að gera?” Þrátt fyrir að Þorkell hafi reynt að hægja á sér þá náði hann ekki að forðast klakaregnið. Taldi sig hafa sloppið með skrekkinn „Ég fæ þetta yfir allan bílinn og ég hélt bara að klakastykkin ætluðu í gegnum bílinn,” segir hann. Klakinn fór þó ekki í gegnum bílinn og því hélt Þorkell að hann hefði sloppið með skrekkinn. Þegar á leiðarenda var komið var honum þó ljóst að svo var ekki alveg. „Stuðarinn brotnaði að framan og annað framljósið. Annað hef ég ekki séð ennþá en ég efast ekki um að það sjáist meira á bílnum þegar ég fer að þrífa hann,” segir hann. „Það er eiginlega magnað hvað í rauninni skemmdist lítið, miðað við lætin. Ég hélt að framrúðan ætlaði hreinlega niður úr.” Enginn haft samband Þorkell óskaði eftir aðstoð vegna málsins í færslu sem hann birti á Facebook. Hann leitar nú að ökumanni snjóruðningstækisins. „Shit happens eins og maðurinn sagði en þætti vænt um ef ökumaður snjóruðningstækisins gæti gefið sig fram,” segir hann í færslunni. Þá hefur hann haft samband bæði við Reykjavíkurborg og Vegagerðina vegna málsins en hann hefur enn ekki fengið nein svör. „Það hefur enginn haft samband við mig ennþá” segir hann í samtali við blaðamann. „Ég fékk Árekstur.is til þess að koma og taka tjónaskýrslu og allt svoleiðis, þeir ætla líka að vinna í málinu. Þeir efast um að viðkomandi verktaki muni yfirhöfuð viðurkenna þetta þannig að maður veit ekki.”
Snjómokstur Reykjavík Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira