Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Í hádegisfréttum verður kjaradeila Eflingar og Samtaka atvinnulífsins áfram til umfjöllunar. 

Starfsmenn Eflingar á Íslandshótelum samþykktu í gærkvöldi að boða til verkfalls í næstu viku. Samtök atvinnulífsins halda því hinsvegar fram að verkfallið sé ólögmætt og hyggjast stefna Eflingu fyrir Félagsdómi. 

Þá gerum við upp lægðina sem gekk yfir landið en björgunarsveitir Landsbjargar höfðu nóg að gera í gær og í nótt. 

Þá fjöllum við um nýja skýrslu frá Amnesty International þar sem Ísland fær slæma einkunn en í skýrslunni er því haldið fram að íslensk stjórnvöld fremji mannréttindabrot með óhóflegri beitingu einangrunarvistar í gæsluvarðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×