Svíar smeykir við að fara á EM Sindri Sverrisson skrifar 31. janúar 2023 13:30 Svíar eru hvattir til að láta lítið fyrir sér fara í Istanbúl þessa dagana og spurning hvernig því yrði tekið ef Armand Duplantis, heimsmethafi í stangarstökki, veifaði þar sænska fánanum í byrjun mars. Getty/Alexander Hassenstein Svo gæti farið að sænskt frjálsíþróttafólk, þar á meðal heimsmethafinn Armand Duplantis, mæti ekki á Evrópumótið sem fram fer eftir mánuð. Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen. Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Sjá meira
Ástæðan er sú spenna sem ríkir á milli Svíþjóðar og Tyrklands. Sænska utanríkisráðuneytið hefur varað Svía við aukinni hættu, sérstaklega í Istanbúl en þar fer Evrópumótið fram dagana 2.-5. mars. „Það er erfitt sem Svíi að finna ekki ónotatilfinningu þegar maður sér sænska fánann brenndan þarna,“ segir Kajsa Bergqvist, formaður sænska frjálsíþróttasambandsins. Dansk-sænski hægriöfgamaðurinn Rasmus Paludan vakti mikla reiði Tyrkja þegar hann kveikti í Kóraninum fyrir utan tyrkneska sendiráðið í Stokkhólmi um síðustu helgi. Í frétt Expressen segir að þetta hafi leitt til fjölmennra mótmæla gegn Svíþjóð í Tyrklandi, en Paludan brenndi Kóraninn í kjölfar þess að Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti sagði sænsk stjórnvöld ekki eiga að gera ráð fyrir stuðningi sínum við umsókn að NATO. Þetta hefur leitt til sérstakrar viðvörunar sænska utanríkisráðuneytisins sem ráðleggur Svíum að forðast mannamót í Tyrklandi, og Evrópumótið fellur sannarlega undir þá skilgreiningu. Bergqvist segir sænska frjálsíþróttasambandið hafa verið í sambandi við evrópska frjálsíþróttasambandið vegna málsins og enn stendur til að Svíar keppi á mótinu. „Við fylgjumst með þróun mála og erum í nánu samband við evrópska sambandið og mótshaldara til að tryggja öryggi keppenda. Auk þess gerum við það sem í okkar valdi stendur og höfum tryggt að það verði öryggisfulltrúi með okkur í ferðinni,“ segir Bergqvist við Expressen.
Frjálsar íþróttir Svíþjóð Tyrkland NATO Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Berst við krabbamein Fótbolti Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport „Hann verður alltaf númer eitt“ Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Giftu sig á gamlársdag Handbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Fleiri fréttir Liðsfélagar í kasti við lögin og Cardi B flækt í málið „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ KR bætir við sig Letta „Hann verður alltaf númer eitt“ Berst við krabbamein Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Sjá meira