Kallar þetta heimskulegustu íþrótt í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 08:01 Sorin Comsa var orðinn margfaldur öðrum megin en tókst samt að halda út og vinna. Skjámynd/Youtube Keppni í kinnhestum þykir sænskum prófessor vera heimska í sinni tærustu mynd. Áhugi UFC mannsins Dana White hefur komið íþróttinni í sjónvarp í Bandaríkjunum og Svíar hafa áhyggjur af útbreiðslu hennar. Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund. Svíþjóð Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Fleiri fréttir Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Sjá meira
Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund.
Svíþjóð Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Færir sig um set í Lundúnum Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Enski boltinn Littler sættist við áhorfendur í salnum Sport Fleiri fréttir Littler sættist við áhorfendur í salnum „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Orðið fyrir fordómum allan ferilinn Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Venus verður sú elsta í sögunni og Serena gæti snúið aftur Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Metár fyrir danskt íþróttafólk Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Luke Littler reykspólaði yfir Pólverjann og inn í undanúrslitin „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik Mesta áhorfið á jólaleiki NBA í fimmtán ár „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Skotinn fljúgandi endaði öskubuskuævintýri Hood Sjá meira