Kallar þetta heimskulegustu íþrótt í heimi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2023 08:01 Sorin Comsa var orðinn margfaldur öðrum megin en tókst samt að halda út og vinna. Skjámynd/Youtube Keppni í kinnhestum þykir sænskum prófessor vera heimska í sinni tærustu mynd. Áhugi UFC mannsins Dana White hefur komið íþróttinni í sjónvarp í Bandaríkjunum og Svíar hafa áhyggjur af útbreiðslu hennar. Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund. Svíþjóð Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira
Við þekkjum bardagaíþróttir eins og hnefaleika, tækvondó og blandaðar bardagaíþróttir en það er ein bardagaíþrótt sem virðist jafnvel lengra þegar kemur að hættu keppenda. Umrædd íþrótt snýst um að gefa andstæðingi eins harðan kinnhest á meðan báðir eru uppistandandi. Sigurvegari fæst ekki fyrr en annar missir fótana og þá oftast með því að missa meðvitund. Sænska blaðið Expressen fjallar um þessa íþrótt sem hefur verið að auka vinsældir sínar undanfarin misseri. Áhugi UFC manna á henni boðar enn meiri útbreiðslu og líklega meiri vinsældir. View this post on Instagram A post shared by SportExpressen.se (@sportexpressen) Blaðamaður Expressen ræddi við prófessorinn Niklas Marklund sem gefur íþróttinni ekki háa einkunn. „Þetta er heimska í sinni tærustu mynd. Ég get ekki varið þetta,“ sagði Niklas Marklund sem er prófessor í taugaskurðlækningum hjá háskólanum í Lundi um að hans mati heimskulegasta íþrótt í heimi. Nýlegt myndband af sigurvegara í kinnhestabardaga vakti mikla athygli en rúmenski meistarinn hélt áfram í tíu umferðir þrátt fyrir að andlit hans hafi margfaldast öðrum megin vegna þess hver bólgan þar var orðin mikil. Heavyweight slap fighter Sorin Comsa is making headlines after his wild victory at an event in Romania where his face survived a vicious battle.Meanwhile, Dana White's slap league starts Wednesday night: https://t.co/vBtD6fcl4h— OutKick (@Outkick) January 17, 2023 Sorin Comsa hélt samt áfram keppni og fagnaði að lokum sigri. Hann fékk meðal annars hrós frá UFC stjörnunni Conor McGregor. „Þetta er það sem ég vanalega sýni í mínum fyrirlestrum sem dæmi um það sem þú ætti alls ekki að gera. Þeir missa fótana, engjast og missa meðvitund. Þetta er algjör klikkun og það er ekki hægt að réttlæta slíkt,“ sagði Niklas Marklund. „Þegar þú slærð einhvern í andlitið frá hlið þá fer höfuðið i hringhreyfingu. Það er einmitt slíkar aðstæður sem eru hvað hættulegastar í íþróttum. Heilinn ræður ekki við slíkt álag og getur auðveldlega skemmst,“ sagði Marklund.
Svíþjóð Mest lesið Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Körfubolti Hetja Englands á EM sleit krossband Enski boltinn NBA-leikmaður með krabbamein Körfubolti Lofar frekari fjárfestingum Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir „Nú er nóg komið“ NBA-leikmaður með krabbamein Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Dagskráin í dag: Meistararnir á Króknum, Körfuboltakvöld og allskonar Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val ÍR áfram eftir sigur í Mosfellsbæ „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 42-31 | Þrot í Þýskalandi Juventus ræður Spalletti út tímabilið Tilkynnti um óléttu og nýjan samning á sama tíma Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Patrekur hættur eftir dapurt gengi Stjörnunnar Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld Góðvinur þáttarins meiddist illa og menn áttu erfitt með að horfa Hljóp hálft maraþon í Crocs og drakk úr skónum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Sjá meira