„Mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 29. janúar 2023 19:11 Arnar Þór Jónsson lögmaður og Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata ræddu tjáningarfrelsið á Sprengisandi í dag. Vísir Þingmaður Pírata furðar sig á áformum forsætisráðherra sem hyggst skylda opinbera starfsmenn og kjörna fulltrúa á námskeið um hatursorðræða. Lögmaður telur að „öryggisþráhyggja“ hafi gripið um sig og segir valdhafa telja frelsi svo hættulegt að nauðsynlegt sé að takmarka það. Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson alþingismaður og Arnar Þór Jónsson lögmaður tókust á um nýja þingsáyktunartillögu forsætisráðherra um skyldunámskeið um hatursorðræðu á Sprengisandi í dag. Greint var frá því í vikunni að kjörnum fulltrúum og fjölda opinberra starfsmanna verði gert að sækja námskeið um hatursorðræðu samkvæmt nýrri aðgerðaráætlun sem forsætisráðherra hyggst leggja fyrir Alþingi í formi þingsályktunartillögu. Lagt er til að allt starfsfólk sveitarfélaga, stjórnarráðsins og undirstofnana þess fái, ásamt kjörnum fulltrúum, fræðslu í gegnum námskeiðið. Björn Leví segir að almennt séð sé verið að herja á tjáningarfrelsið en bætir þó við að tjáningarfrelsið sé nú meira en nokkrum sinni fyrr. Aðgengi hafi sjaldan verið betra og „nú séu allt og allir með sinn lúður.“ Alls staðar séu götuhorn þar sem fólk geti staðið á kassa og sagt sína skoðun. Það sem valdi áhyggjum sé þó að hægt sé að hafa áhrif á skoðanir heillrar þjóðar á aðgengilegri hátt en áður. „Það eru ákveðnar tegundir af hótunum um ofbeldi sem er búið að flokka sem hatur - í áttina að ákveðnum hópum sem sögulega séð hafa orðið fyrir gríðarlegum ofsóknum. Það er til fyrirbæri sem heitir hatursorðræða. Það er ekki til almenn lagatúlkun á því enn þá. En ef við byrjum á því að viðurkenna að það sé eitthvað til sem heitir hatursorðræða. Hvar eru mörkin? Það er það sem umræðan snýst um núna. Og þá finnst mér ótrúlega skrýtið, það sem að til dæmis forsætisráðherra er að gera, að setja alla á eitthvað námskeið,“ segir Björn Leví og veltir upp mikilvægi námskeiðisins. „Frelsið orðið svona rosalega hættulegt“ Arnar Þór segist vera mikill talsmaður frelsisins en undirstrikar að hann sé ekki talsmaður haftalauss frelsis. Orðum fylgi ábyrgð en „öryggisþráhyggja“ sé mikil ógn. Með því á hann við að valdhafar segi frelsið svo hættulegt að verja þurfi borgara fyrir frelsinu sjálfu. Hann tekur Covid-faraldurinn sem dæmi og segir að borgaralegt frelsi hafi verið gert að engu í þágu öryggis. „Ef við horfum á það hverngi stjórnvöld tala þá er frelsið orðið svona rosalega hættulegt og að það þurfi að verja okkur fyrir því. Ég búinn að komast að þeirri bráðabirgðaniðurstöðu að þessi öryggisþráhyggja sé mesta ógn við borgaralegt frelsi á okkar tímum. Og ef þetta fær að grassera mikið lengur þá mun þetta leiða okkur út í verulegar ófarir.“ „Það sem að ég hef áhyggjur af er að fjölmiðlar og ríkisvaldið, bæði hér og í öðrum ríkjum, séu nú komin í eina sæng um það að stýra almenningsálitinu. Það er til dæmis gert með skoðanakönnunum og skoðanamótun. Og þær gagnrýnisraddir og aðrir sem hafa aðra sýn á hlutina eru þaggaðir niður með því að þeir eru gerðir ósýnilegir á netinu. Og síðan nýttar ýmsar aðferðir til að jaðarsetja þá,“ segir Arnar Þór. Hér er aðeins stiklað á stóru en hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samfélagsmiðlar Sprengisandur Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Fleiri fréttir Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Sjá meira