Atkvæðagreiðslan skrumskæling á lýðræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 28. janúar 2023 13:22 Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar tekur undir gagnrýni stéttarfélaganna. Vísir/Vilhelm Forysta Eflingar mun í dag heimsækja félagsmenn sína, sem munu leggja niður störf verði verkfallsaðgerðir samþykktar, og hvetja þá til að hafna miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Þingmaður Samfylkingarinnar segir tíma til kominn að Alþingi endurskoði reglur um miðlunartillgöru ríkissáttasemjara. Ríkissáttasemjari óskaði í gær eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Efling vill ekki felast á röksemdarfærslu ríkissáttasemjara fyrir miðlunartillögu og neitar að afhenda kjörskrá félagsins sem er grundvöllur þess að atkvæðagreiðslan geti farið fram um tillöguna. Forysta Eflingar hyggst í dag heimsækja félagsmenn sína á þeim hótelum sem komandi verkfallsaðgerðir eiga að beinast að ti lað hvetja þá til að hafna miðlunartillgöu ríkissáttasemjara. Minnst tuttugu og fimm prósent félagsmanna Eflingar þarf að greiða atkvæði gegn tillögunni til að hún verði felld. „Jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en þegar aðildarfélög SGS voru að greiða samninga um sinn kjarasamning í desember og jafnvel þótt yfirgnæfandi meirihluti legðist gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara þá teldist hún samt samþykkt. Þannig eru þröskuldarnir. Það er ekki að ástæðulausu að jafnaðarmenn á tíunda áratugnum greiddu atkvæði gegn ákvæðunum um svona miðlunartillögu þegar þau voru lögfest á Alþingi. Þetta er einhvers konar skrumskæling á lýðræði,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. „Fyrir stéttarfélag eins og Eflingu, þar sem félagsmenn eru mjög dreifðir og margir erlendis frá. Fólk margt ómeðvitað um réttindi sín þá þýða þessir þröskuldar að það er í rauninni verið að þröngva kjarasamningi upp á fólk.“ Hann bendir á að ríkissáttasemjari sé að boða til þessarrar atvkæðagreiðslu rétt áður en niðurstaða úr kosningu um verkfallsboð liggur fyrir hjá Eflingu. Héraðsdómur Reykjavíkur mun einmitt úrskurða um hvort Efling verði að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt á mánudag, sama dag og atkvæðagreiðslan um verkfallsboð hjá Eflingu lýkur. „Þá eru áhrifin í rauninni þau að það er verið að slá verkfallsvopnið úr höndum stéttarfélags með valdboði.“ BHM, BSRB og KÍ, fjölmennustu stéttarfélög opinberra starfsmanna, hafa tekið undir sjónarmið Eflingar og sögðu í yfirlýsingu í gær að það væri alvarleg aðgerð og stórt inngrip að gera verkfallsvopn stéttarfélags að engu. Jóhann segir aðgerðir ríkissáttasemjara nánast eins og ef Alþingi vær að setja lög á verkfallið. „En þá eru það þó að minnsta kosti lýðræðislega kjörnir fulltrúar, sem beita þessu valdi. Þá getur almenningur eftir atvikum refsað þeim í næstu kosningum. En nú er þetta gert einhliða af framkvæmdavaldinu og af embættismanni sem er ekki með neitt lýðræðislegt umboð,“ segir Jóhann Páll. Hann segir þetta mjög hættulegt fordæmi. Endurskoða þurfi lagaákvæði um miðlunartillögur. „Ég held að þetta ákvæði um svona miðlunartillögu og þessir þátttökuþröskuldar, ég held að þessar reglur séu úr sér gengnar og skrumskæling á lýðræði.“ Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. 27. janúar 2023 12:21 Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. 27. janúar 2023 09:28 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Ríkissáttasemjari óskaði í gær eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Efling vill ekki felast á röksemdarfærslu ríkissáttasemjara fyrir miðlunartillögu og neitar að afhenda kjörskrá félagsins sem er grundvöllur þess að atkvæðagreiðslan geti farið fram um tillöguna. Forysta Eflingar hyggst í dag heimsækja félagsmenn sína á þeim hótelum sem komandi verkfallsaðgerðir eiga að beinast að ti lað hvetja þá til að hafna miðlunartillgöu ríkissáttasemjara. Minnst tuttugu og fimm prósent félagsmanna Eflingar þarf að greiða atkvæði gegn tillögunni til að hún verði felld. „Jafnvel þótt kjörsókn yrði miklu meiri en þegar aðildarfélög SGS voru að greiða samninga um sinn kjarasamning í desember og jafnvel þótt yfirgnæfandi meirihluti legðist gegn miðlunartillögu ríkissáttasemjara þá teldist hún samt samþykkt. Þannig eru þröskuldarnir. Það er ekki að ástæðulausu að jafnaðarmenn á tíunda áratugnum greiddu atkvæði gegn ákvæðunum um svona miðlunartillögu þegar þau voru lögfest á Alþingi. Þetta er einhvers konar skrumskæling á lýðræði,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson þingmaður Samfylkingarinnar. „Fyrir stéttarfélag eins og Eflingu, þar sem félagsmenn eru mjög dreifðir og margir erlendis frá. Fólk margt ómeðvitað um réttindi sín þá þýða þessir þröskuldar að það er í rauninni verið að þröngva kjarasamningi upp á fólk.“ Hann bendir á að ríkissáttasemjari sé að boða til þessarrar atvkæðagreiðslu rétt áður en niðurstaða úr kosningu um verkfallsboð liggur fyrir hjá Eflingu. Héraðsdómur Reykjavíkur mun einmitt úrskurða um hvort Efling verði að afhenda ríkissáttasemjara félagatal sitt á mánudag, sama dag og atkvæðagreiðslan um verkfallsboð hjá Eflingu lýkur. „Þá eru áhrifin í rauninni þau að það er verið að slá verkfallsvopnið úr höndum stéttarfélags með valdboði.“ BHM, BSRB og KÍ, fjölmennustu stéttarfélög opinberra starfsmanna, hafa tekið undir sjónarmið Eflingar og sögðu í yfirlýsingu í gær að það væri alvarleg aðgerð og stórt inngrip að gera verkfallsvopn stéttarfélags að engu. Jóhann segir aðgerðir ríkissáttasemjara nánast eins og ef Alþingi vær að setja lög á verkfallið. „En þá eru það þó að minnsta kosti lýðræðislega kjörnir fulltrúar, sem beita þessu valdi. Þá getur almenningur eftir atvikum refsað þeim í næstu kosningum. En nú er þetta gert einhliða af framkvæmdavaldinu og af embættismanni sem er ekki með neitt lýðræðislegt umboð,“ segir Jóhann Páll. Hann segir þetta mjög hættulegt fordæmi. Endurskoða þurfi lagaákvæði um miðlunartillögur. „Ég held að þetta ákvæði um svona miðlunartillögu og þessir þátttökuþröskuldar, ég held að þessar reglur séu úr sér gengnar og skrumskæling á lýðræði.“
Kjaramál Kjaraviðræður 2022-23 Alþingi Samfylkingin Tengdar fréttir Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31 Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. 27. janúar 2023 12:21 Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. 27. janúar 2023 09:28 Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Innlent Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Innlent Fleiri fréttir Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sjá meira
Ríkissáttasemjari vísar deilu um kjörskrá Eflingar til héraðsdóms Ríkissáttasemjari hefur óskað eftir liðsinni Héraðsdóms til að fá kjörskrá Eflingar afhenta í tengslum við atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Fjölmenn stéttarfélög opinberra starfsmanna og stjórn Starfsgreinasambandsins hafa ályktað gegn framlagningu miðlunartillögu og segja hana grafa undan rétti stéttarfélaga. 27. janúar 2023 18:31
Atkvæðagreiðsla um miðlunartillögu í algjöru uppnámi Ríkissáttasemjari segir engan lagalegan vafa leika á um skýra heimild hans til að leggja fram miðlunartillögu og aðgang hans að kjörskrá Eflingar. Efling ætlar ekki að afhenda Advania fyrir hönd ríkissáttasemjara félagatal sitt svo hægt verði að framkvæma atkvæðagreiðslu um miðlunartillögu hans. 27. janúar 2023 12:21
Ekki á þeim buxunum að afhenda félagatalið Forsvarsmenn stéttarfélagsins Eflingar telja nauðsynlegt að dómstólar leysi úr lögmæti ákvörðunar ríkisáttasemjara um að leggja fram miðlunartillögu í kjaradeilu félagsins og Samtaka atvinnulífsins. Félagið virðist ekki á þeim buxunum að afhenda embættinu félagatal sitt svo halda megi rafræna kosningu um miðlunartillögu. 27. janúar 2023 09:28