Körfubolti

Taphrina Memphis heldur áfram - Curry allt í öllu

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Curry var öflugur í nótt.
Curry var öflugur í nótt. vísir/Getty

Fimm leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í Bandaríkjunum í gærkvöldi og í nótt.

Memphis Grizzlies, sem situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar, tapaði sínum fimmta leik í röð þegar liðið heimsótti Minnesota Timberwolves.

Steph Curry fór mikinn í öruggum sigri Golden State Warriors á Toronto Raptors en Curry var stigahæsti leikmaður vallarins með 35 stig auk þess sem hann gaf ellefu stoðsendingar.

Gríska undrið Giannis Antetokounmpo fór fyrir sínu liði, Milwaukee Bucks, þegar liðið vann sinn þriðja leik í röð gegn lánlausu liði Indiana Pacers.

Giannis gerði 41 stig auk þess að rífa niður tólf fráköst og gefa sex stoðsendingar

Úrslit næturinnar

Indiana Pacers - Milwaukee Bucks 131-141

Minnesota Timberwolves - Memphis Grizzlies 111-100

Miami Heat - Orlando Magic 110-105

Oklahoma City Thunder - Cleveland Cavaliers 112-100

Golden State Warriors - Toronto Raptors 129-117

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×