Körfubolti

Sigrún snýr aftur til Hauka

Sindri Sverrisson skrifar
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er mætt aftur á Ásvelli.
Sigrún Sjöfn Ámundadóttir er mætt aftur á Ásvelli. vísir/Bára

Körfuboltakonan Sigrún Sjöfn Ámundadóttir mun leika með Haukum út yfirstandandi keppnistímabil eftir að hafa ákveðið að hætta hjá Fjölni, þar sem hún var spilandi aðstoðarþjálfari.

Eins og Vísir greindi frá ákvað Sigrún að yfirgefa Fjölni þar sem að hún deildi ekki sömu sýn á leikinn og þjálfarinn Kristjana Eir Jónsdóttir.

Sigrún er úr Borgarnesi en hóf feril sinn í meistaraflokki með Haukum á sínum unglingsárum og varð Íslandsmeistari með liðinu árin 2006 og 2007, og bikarmeistari 2007.

Sigrúnu vantar aðeins sjö leiki til að bæta met Birnu Valgarðsdóttur yfir flesta leiki í efstu deild og nú er orðið ljóst að metið gæti fallið á þessari leiktíð. Hún hefur leikið 369 deildarleiki á Íslandi, og 57 A-landsleiki.

Haukar eru í 3. sæti Subway-deildarinnar með 26 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Næsti leikur liðsins er á heimavelli gegn Grindavík á sunnudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×