Arnar Már skipaður nýr ferðamálastjóri Atli Ísleifsson skrifar 27. janúar 2023 11:21 Arnar Már Ólafsson. Stjr Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, hefur skipað Arnar Má Ólafsson til að gegna embætti ferðamálastjóra. Hann tekur við stöðunni af Skarphéðni Berg Steinarssyni. Á vef stjórnarráðsins segir að Arnar Már hafi áratuga rekstrar- og stjórnunarreynslu í ferðaþjónustu og hafi síðast starfað sem leiðtogi markaðsmála hjá Icelandia. Hann sé með meistaragráðu á sviði alþjóðamarkaðs- og ferðamálafræða frá Université de Savoie. „Áður starfaði hann um árabil hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Iceland Rovers ásamt því að hafa starfað sem leiðsögumaður í tugi ára. Þá hefur Arnar starfað sem kennari í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, lektor og brautarstjóri ferðamálafræði við Háskólann á Akureyri og forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Umsækjendur um starfið voru 14 en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Skipuð var hæfnisnefnd sem mat tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embætti ferðamálastjóra. Að loknum ráðningarviðtölum ráðherra var það heildstætt mat að Arnar Már Ólafsson stæði öðrum umsækjendum framar, sakir umfangsmeiri reynslu af árangursríkri stjórnun, hagnýtrar og fjölbreyttrar reynslu á sviði ferðamála, yfirgripsmikillar þekkingar og menntunar ásamt skýrrar sýnar á stefnumótandi verkefni Ferðamálastofu. Skipunin er til fimm ára samkvæmt meginreglu um skipan forstöðumanna ríkisstofnana. Arnar Már mun taka við embætti ferðamálastjóra hinn 1. mars 2023 en fram að því mun Elías Bj. Gíslason verða starfandi ferðamálastjóri,“ segir á vef stjórnarráðsins. Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Þrettán vilja verða ferðamálastjóri Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti ferðamálastjóra. Einn dró umsókn sína til baka en umsóknarfresturinn rann út 10. nóvember síðastliðinn. 15. nóvember 2022 16:46 Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. 20. október 2022 11:21 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Á vef stjórnarráðsins segir að Arnar Már hafi áratuga rekstrar- og stjórnunarreynslu í ferðaþjónustu og hafi síðast starfað sem leiðtogi markaðsmála hjá Icelandia. Hann sé með meistaragráðu á sviði alþjóðamarkaðs- og ferðamálafræða frá Université de Savoie. „Áður starfaði hann um árabil hjá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum og Iceland Rovers ásamt því að hafa starfað sem leiðsögumaður í tugi ára. Þá hefur Arnar starfað sem kennari í ferðamálafræði við Háskóla Íslands, lektor og brautarstjóri ferðamálafræði við Háskólann á Akureyri og forstöðumaður Ferðamálaseturs Íslands. Umsækjendur um starfið voru 14 en einn umsækjenda dró umsókn sína til baka. Skipuð var hæfnisnefnd sem mat tvo umsækjendur hæfasta til að gegna embætti ferðamálastjóra. Að loknum ráðningarviðtölum ráðherra var það heildstætt mat að Arnar Már Ólafsson stæði öðrum umsækjendum framar, sakir umfangsmeiri reynslu af árangursríkri stjórnun, hagnýtrar og fjölbreyttrar reynslu á sviði ferðamála, yfirgripsmikillar þekkingar og menntunar ásamt skýrrar sýnar á stefnumótandi verkefni Ferðamálastofu. Skipunin er til fimm ára samkvæmt meginreglu um skipan forstöðumanna ríkisstofnana. Arnar Már mun taka við embætti ferðamálastjóra hinn 1. mars 2023 en fram að því mun Elías Bj. Gíslason verða starfandi ferðamálastjóri,“ segir á vef stjórnarráðsins.
Ferðamennska á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Vistaskipti Tengdar fréttir Þrettán vilja verða ferðamálastjóri Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti ferðamálastjóra. Einn dró umsókn sína til baka en umsóknarfresturinn rann út 10. nóvember síðastliðinn. 15. nóvember 2022 16:46 Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. 20. október 2022 11:21 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Sjá meira
Þrettán vilja verða ferðamálastjóri Alls bárust fjórtán umsóknir um embætti ferðamálastjóra. Einn dró umsókn sína til baka en umsóknarfresturinn rann út 10. nóvember síðastliðinn. 15. nóvember 2022 16:46
Hættir sem ferðamálastjóri: „Langar til að klára starfsævina í ferðaþjónusturekstri“ Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri hefur ákveðið að láta af störfum sem ferðamálastjóri um áramót. Hann tilkynnti starfsfólki Ferðamálastofu um ákvörðun sína á starfsmannafundi í morgun. 20. október 2022 11:21