HSÍ fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ Smári Jökull Jónsson skrifar 26. janúar 2023 18:00 Handknattleikslandslið karla tók nýverið þátt á heimsmeistaramótinu í Svíþjóð og Póllandi. HSÍ fær mest allra úr Afrekssjóði ÍSÍ. Vísir/Vilhelm Handknattleikssamband Íslands fær hæstu upphæðina úr Afrekssjóði ÍSÍ en tilkynnt var um úthlutun sjóðsins í dag. Alls úthlutar Afrekssjóðurinn meira en 500 milljónum til sérsambanda fyrir árið 2023. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ. ÍSÍ Handbolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira
Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands sendi frá sér fréttatilkynningu nú síðdegis þar sem sagt var frá úthlutun úr Afrekssjóði sambandsins fyrir árið 2023. Alls fá þrjátíu og tvö sérsambönd styrk úr sjóðnum af þeim þrjátíu og fimm sem sóttu um styrk. Styrkurinn nemur samtals rúmlega 535 milljónum og er hann tvískiptur, á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í lok desember var úthlutað 205 milljónum og á fundi í janúar rúmlega 330 milljónum. Ríkið leggur til tæplega 400 milljónir í sjóðinn en það framlag hefur haldist óbreytt síðustu ár. Í tilkynningunni er sagt að Afrekssjóður ÍSÍ sé að öðru leyti fjármagnaður með hlutdeild úr tekjum íþróttahreyfingarinnar frá Íslenskri Getspá. Handknattleikssamband Íslands fær mestu úthlutað, eða rúmum 82 milljónum, sem þó er fjórum milljónum minna en á síðasta ári. Þá fær Fimleikasamband Íslands tæpar 55 milljónir, Sundsamband Íslands, Frjálsíþróttasamband Íslands og Golfsamband Íslands fá öll tæpar 40 milljónir og Körfuknattleikssamband Íslands fær rúmar 35 milljónir. Sérsambönd ÍSÍ eru flokkuð í þrjá afreksflokka; A (Afrekssérsambönd), B (Alþjóðleg sérsambönd) og C (Þróunarsérsambönd). Heildarkostnaður afreksíþróttastarfs sem sótti um styrk hjá Afrekssjóði ÍSÍ er rúmir þrír milljarðar og stuðningurinn nemendur því um 17,5% af heildarkostnaði sérsambandanna. Það er örlítið lægra en á síðasta ári. A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500 Nánari útlistun á áhersluþáttum sjóðsins og hvernig einstaka þættir eru styrktir má sjá í tilkynningu á heimasíðu ÍSÍ.
A-flokkur (Afrekssérsambönd) HSÍ - Handknattleikssamband Íslands 82.600.000 FSÍ - Fimleikasamband Íslands 54.700.000 SSÍ - Sundsamband Íslands 39.850.000 FRÍ - Frjálsíþróttasamband Íslands 39.550.000 GSÍ - Golfsamband Íslands 39.400.000 SKÍ - Skíðasamband Íslands 36.500.000 ÍF - Íþróttasamband fatlaðra 29.375.000 B-flokkur (Alþjóðleg sérsambönd) KKÍ - Körfuknattleikssamband Íslands 35.800.000 KRA - Kraftlyftingasamband Íslands 18.225.000 LH - Landssamband hestamannafélaga 12.450.000 BFSÍ - Bogfimisamband Íslands 12.150.000 KLÍ - Keilusamband Íslands 12.050.000 LSÍ - Lyftingasamband Íslands 11.850.000 ÍHÍ - Íshokkísamband Íslands 11.800.000 STÍ - Skotíþróttasamband Íslands 11.550.000 SKY - Skylmingasamband Íslands 11.450.000 BSÍ - Badmintonsamband Íslands 11.400.000 DSÍ - Dansíþróttasamband Íslands 11.350.000 JSÍ - Júdósamband Íslands 11.250.000 KAÍ - Karatesamband Íslands 9.475.000 BLÍ - Blaksamband Íslands 9.100.000 C-flokkur (Þróunar sérsambönd) ÞRÍ - Þríþrautarsamband Íslands 4.300.000 HRÍ - Hjólreiðasamband Íslands 3.300.000 TSÍ - Tennissamband Íslands 2.300.000 ÍSS - Skautasamband Íslands 2.300.000 TKÍ - Taekwondósamband Íslands 2.200.000 HNÍ - Hnefaleikasamband Íslands 1.950.000 KÍ - Klifursamband Íslands 1.925.000 BTÍ - Borðtennissamband Íslands 1.890.000 MSÍ - Mótorhjóla- og snjósleðasamband Íslands 1.575.000 SÍL - Siglingasamband Íslands 1.162.500 AKÍS - Akstursíþróttasamband Íslands 787.500
ÍSÍ Handbolti Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Enski boltinn Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fótbolti Fleiri fréttir Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Liverpool vill fá Kimmich Allt jafnt fyrir lokadaginn Rooney bað Coleen á bensínstöð Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna Eyjaför hjá bikarmeisturunum Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Dagskráin: Bónus deild karla í körfu í aðalhlutverki Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur Gæti mætt mömmu sinni á EM Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli Sjá meira