Guðbjörg Jóna er þátttakandi á mótinu SPRINTnJUMP í Árósum og keppti í 60 metra hlaupi í kvöld. Hún kom í mark á tímanum 7,35 sekúndur og bætti þar með Íslandsmetið um átta sekúndubrot.
Guðbjörg Jóna átti sjálf gamla metið en það var 7,43 og setti hún það í janúar í fyrra. Hún jafnaði síðan metið á stórmóti ÍR um síðustu helgi.
Guðbjörg Jóna kom fyrst í mark í hlaupinu en hún var tveimur sekúndubrotum á undan hinni bresku Georgina Adam. Guðbjörg Jóna er á meðal efnilegustu hlaupara Evrópu en hún skaust upp á stjörnuhimininn árið 2018 þegar hún varð Evrópumeistari 18 ára yngri í 100 metra hlaupi.