Kanslari Þýskalands mætir á leiðtogafund á Íslandi Heimir Már Pétursson skrifar 25. janúar 2023 19:21 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Olaf Scholz kanslari Þýskalands áttu fund skömmu eftir sögulega ákvörðun kanslarans um að senda skriðdreka til Úkraínu. AP/Markus Schreiber Þjóðverjar og bandalagsþjóðir þeirra í Atlantshafsbandalaginu munu senda Úkraínumönnum rúmlega hundrað skriðdreka til að byrja með, samkvæmt ákvörðun sem kanslari Þýskalands greindi frá í dag. Forsætisráðherra segir varkárni Þjóðverja skiljanlega í ljósi sögunnar. Þjóðverjar hafa lengi verið undir miklum þrýstingi frá stjórn Úkraínu, ýmsum öðrum NATO þjóðum og jafnvel almenningi í Þýskalandi að útvega Úkraínu hina fullkomnu Leopard skriðdreka. Aðrar þjóðir sem eiga slíka skriðdreka þurfa leyfi Þjóðverja til að útvega þá þriðja aðila og hafa Pólverjar sérstaklega þrýst á Þjóðverja í þessum efnum. Olaf Scholz kanslari segir mikilvægt að allar ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í samvinnu bandalagsþjóða NATO.AP/Markus Schreiber Olaf Scholz kanslari Þýskalands tók loks af skarið í dag. Í ávarpi á þýska þinginu sagði hann mikilvægt að ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í skrefum og í samráði við bandalagsþjóðir NATO. „Og þessari meginreglu munum við halda áfram að fylgja. Þetta er eina meginreglan sem tryggir öryggi Evrópu og Þýskalands í svona hættulegum málum," sagði kanslarinn í ávarpinu. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Þjóðverja í þessum efnum og hafa nú ákveðið að senda 31 M1Abram skriðdreka til Úkraínu. Auk Pólverja hafa Spánverjar og Portúgalir að minnsta kosti ákveðið að senda eintök af þýskum Leopard skriðdrekum til Úkraínu. „Markmið okkar er að útvega fljótt tvö skriðdrekaherfylki (56 skriðdrekar í hverju herfylki) ásamt bandamönnum okkar. Það eru mörg ríki sem vilja leggja sitt af mörkum og við munum samhæfa aðgerðir og hafa þau með í ráðum til að það geti gerst skref fyrir skref," sagði Scholz. Hundrað og tólf skriðdrekar eru í þessum tveimur herfylkjum sem bandamenn senda Úkraínu þar af koma 14 frá Þjóðverjum sjálfum. Það geta þó liðið nokkrir mánuðir í afhendingu þar sem þjálfa þarf Úkraínumenn á drekana. „Við munum útvega þjálfun, flutninga, skotfæri og viðhald kerfanna og eins og ég sagði, gera bandamönnum okkar kleift að standa við sitt," sagði kanslarinn. Sem þýðir að önnur ríki sem eiga þýska skriðdreka geta sent þá til Úkraínu. Varkárni Þjóðverja skiljanleg í ljósi sögunnar Katrín Jakobsdóttir fundaði með Olaf Schulz kanslara Þýskalands fljótlega eftir að hann kynnti ákvörðun Þjóðverja og bandamanna þeirra um að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Hún segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að þetta væri stór ákvörðun fyrir Þjóðverja Forsætisráðherra segir að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins í sögunni sem fram fer í Reykjavík í vor væri mjög mikilvægur til að efla samstöðu Evrópuríkja.AP/Markus Schreiber Íslendingar fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Meðal annars þess vegna átti forsætisráðherra fund með kanslara Þýskalands í dag fljótlega eftir að hann greindi frá sögulegri ákvörðun á þýska þinginu um aukinn stuðning við Úkraínu. Á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra undirstrikaði kanslarinn góða vináttu þjóðanna og samvinnu. Katrín lýsti áhyggjum af því að enn sæi ekki fyrir endann á stríðinu sem nú hefði bráðum staðið yfir í eitt ár og engir kostir á borðinu. „Ég tók það líka fram að ég skyldi það vel það þeir hefðu gefið sér tíma í þessa ákvörðun. Því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ sagði Katrín í viðtali við fréttastofu eftir fundinn með kanslaranum. Hún hafi síðan farið yfir stuðning Íslendinga sem herlausrar þjóðar við Úkraínu. Hún og kanslarinn hafi einnig rætt fyrirhugaðan leiðtogafund evrópuráðsríkja á Íslandi í vor. Scholz hafi tilkynnt formlega að hann hygðist mæta á leiðtogafundinn. Í Evrópuráðinu kæmu saman fulltrúar allra Evrópuríkja nema Rússa sem hefðu verið reknir úr ráðinu eftir innrásina í Úkraínu. „Þessi fundur sem verður fjórði leiðtogafundurinn í sögu Evrópuráðsins verður mjög mikilvægur. Því þessi stofnun snýst auðvitað um þessi grundvallargildi álfunnar. Lýðræði, mannréttindi og að alþjóðleg lög og reglur séu virt. Þannig að ég held að þessi fundur verði mjög mikilvægur fyrir Evrópu og þá samstöðu sem við höfum sýnt í Evrópu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25. janúar 2023 16:42 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Þjóðverjar hafa lengi verið undir miklum þrýstingi frá stjórn Úkraínu, ýmsum öðrum NATO þjóðum og jafnvel almenningi í Þýskalandi að útvega Úkraínu hina fullkomnu Leopard skriðdreka. Aðrar þjóðir sem eiga slíka skriðdreka þurfa leyfi Þjóðverja til að útvega þá þriðja aðila og hafa Pólverjar sérstaklega þrýst á Þjóðverja í þessum efnum. Olaf Scholz kanslari segir mikilvægt að allar ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í samvinnu bandalagsþjóða NATO.AP/Markus Schreiber Olaf Scholz kanslari Þýskalands tók loks af skarið í dag. Í ávarpi á þýska þinginu sagði hann mikilvægt að ákvarðanir um stuðning við Úkraínu væru teknar í skrefum og í samráði við bandalagsþjóðir NATO. „Og þessari meginreglu munum við halda áfram að fylgja. Þetta er eina meginreglan sem tryggir öryggi Evrópu og Þýskalands í svona hættulegum málum," sagði kanslarinn í ávarpinu. Bandaríkjastjórn hefur þrýst á Þjóðverja í þessum efnum og hafa nú ákveðið að senda 31 M1Abram skriðdreka til Úkraínu. Auk Pólverja hafa Spánverjar og Portúgalir að minnsta kosti ákveðið að senda eintök af þýskum Leopard skriðdrekum til Úkraínu. „Markmið okkar er að útvega fljótt tvö skriðdrekaherfylki (56 skriðdrekar í hverju herfylki) ásamt bandamönnum okkar. Það eru mörg ríki sem vilja leggja sitt af mörkum og við munum samhæfa aðgerðir og hafa þau með í ráðum til að það geti gerst skref fyrir skref," sagði Scholz. Hundrað og tólf skriðdrekar eru í þessum tveimur herfylkjum sem bandamenn senda Úkraínu þar af koma 14 frá Þjóðverjum sjálfum. Það geta þó liðið nokkrir mánuðir í afhendingu þar sem þjálfa þarf Úkraínumenn á drekana. „Við munum útvega þjálfun, flutninga, skotfæri og viðhald kerfanna og eins og ég sagði, gera bandamönnum okkar kleift að standa við sitt," sagði kanslarinn. Sem þýðir að önnur ríki sem eiga þýska skriðdreka geta sent þá til Úkraínu. Varkárni Þjóðverja skiljanleg í ljósi sögunnar Katrín Jakobsdóttir fundaði með Olaf Schulz kanslara Þýskalands fljótlega eftir að hann kynnti ákvörðun Þjóðverja og bandamanna þeirra um að senda Úkraínumönnum skriðdreka. Hún segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að þetta væri stór ákvörðun fyrir Þjóðverja Forsætisráðherra segir að fjórði leiðtogafundur Evrópuráðsins í sögunni sem fram fer í Reykjavík í vor væri mjög mikilvægur til að efla samstöðu Evrópuríkja.AP/Markus Schreiber Íslendingar fara nú með formennsku í Evrópuráðinu. Meðal annars þess vegna átti forsætisráðherra fund með kanslara Þýskalands í dag fljótlega eftir að hann greindi frá sögulegri ákvörðun á þýska þinginu um aukinn stuðning við Úkraínu. Á sameiginlegum fréttamannafundi þeirra undirstrikaði kanslarinn góða vináttu þjóðanna og samvinnu. Katrín lýsti áhyggjum af því að enn sæi ekki fyrir endann á stríðinu sem nú hefði bráðum staðið yfir í eitt ár og engir kostir á borðinu. „Ég tók það líka fram að ég skyldi það vel það þeir hefðu gefið sér tíma í þessa ákvörðun. Því hún er fyrir Þýskaland töluvert stór,“ sagði Katrín í viðtali við fréttastofu eftir fundinn með kanslaranum. Hún hafi síðan farið yfir stuðning Íslendinga sem herlausrar þjóðar við Úkraínu. Hún og kanslarinn hafi einnig rætt fyrirhugaðan leiðtogafund evrópuráðsríkja á Íslandi í vor. Scholz hafi tilkynnt formlega að hann hygðist mæta á leiðtogafundinn. Í Evrópuráðinu kæmu saman fulltrúar allra Evrópuríkja nema Rússa sem hefðu verið reknir úr ráðinu eftir innrásina í Úkraínu. „Þessi fundur sem verður fjórði leiðtogafundurinn í sögu Evrópuráðsins verður mjög mikilvægur. Því þessi stofnun snýst auðvitað um þessi grundvallargildi álfunnar. Lýðræði, mannréttindi og að alþjóðleg lög og reglur séu virt. Þannig að ég held að þessi fundur verði mjög mikilvægur fyrir Evrópu og þá samstöðu sem við höfum sýnt í Evrópu,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.
Þýskaland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Leiðtogafundur Evrópuráðsins í Reykjavík 2023 Tengdar fréttir Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25. janúar 2023 16:42 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50 Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Fleiri fréttir Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum Sjá meira
Skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sinn tíma Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir skiljanlegt í ljósi sögunnar að Þjóðverjar hafi tekið sér tíma í að ákveða að senda Úkraínumönnum þungavopn. 25. janúar 2023 16:42
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Segja að vestrænir skriðdrekar brenni eins og aðrir Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, mun í dag tilkynna þýska þinginu ákvörðun sína um að flytja Leopard 2A6 skriðdreka til Úkraínu og leyfa ráðamönnum annarra ríkja sem nota skriðdrekana að senda einnig skriðdreka. 25. janúar 2023 10:50
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent